Skylt efni

matarfrumkvöðlar

Mikil gróska í tilraunaeldhúsi matarfrumkvöðla
Líf og starf 8. október 2021

Mikil gróska í tilraunaeldhúsi matarfrumkvöðla

Um þessar mundir fagnar Eldstæðið eins árs afmæli, en það er tilraunaeldhús í Kópavogi fyrir matarfrumkvöðla. Það er Eva Michelsen sem á og rekur Eldstæðið sem hýsir nú um 30 framleiðendur með mjög mismunandi framleiðslu, með á milli 70–80 vörutegundir. Jöfn kynjaskipting er meðal framleiðenda.

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með ávarp og í kjölfarið munu níu sprotafyrirtæki á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar kynna viðskiptahugmyndir sínar. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum á vef verkefnisins tilsjavarogsveita.is...

Aðkoma rekstrarfólks er lykill að velgengni
Fréttir 1. júlí 2020

Aðkoma rekstrarfólks er lykill að velgengni

Íslenski sjávarklasinn gaf á dög­unum út vefrit um stöðu og horfur í rekstri frumkvöðlafyrirtækja á sviði matvæla og heilsuefna á Íslandi. Þar kemur fram að meðal lykilatriða fyrir velgengni sé aðkoma rekstrarfólks að fyrirtækjunum og fyrirhyggja í fjármögnun.

Deilieldhúsið Eldstæðið opnar í sumar
Líf og starf 29. maí 2020

Deilieldhúsið Eldstæðið opnar í sumar

Á Facebook-síðunni Eldstæðið sameinast matarfrumkvöðlar og smáframleiðendur sem hafa áhuga á að vinna saman undir einu þaki að verkefnum sínum.

Harðfiskur og kartöfluflögur
Fréttir 19. maí 2020

Harðfiskur og kartöfluflögur

Á undanförnum árum hefur verið unnið að hugmynd að íslensku nasli með íslensku hráefni, sem innblásið er af hinum breska þjóðarrétti „fish and chips“. Íslenska útgáfan er hins vegar ekki djúpsteiktur fiskur og franskar kartöflur, heldur harðfiskur og kartöfluflögur. Stefnt er á alþjóðlega markaðssetningu á næstu vikum.

Matarfrumkvöðlar flýja Ísland
Fréttir 17. janúar 2019

Matarfrumkvöðlar flýja Ísland

Í Greiningu Sjávarklasans sem var gefin út nú í janúar er dregin frekar dökk mynd upp af þróun í starfsemi matarfrumkvöðla á Íslandi. Virðist tilhneigingin vera sú að þeir flýi nú Ísland með framleiðslu sína vegna óstöðugs rekstrarumhverfis.

Vörur þróaðar úr ærkjöti, smjöri og kartöflum
Líf&Starf 3. janúar 2019

Vörur þróaðar úr ærkjöti, smjöri og kartöflum

Nokkrir matarfrumkvöðlar sam­einuðust í vinnslusmiðjunni Nordic Kitchen á Íslandi nýverið til að þróa vörur sínar og fá leiðsögn frá reyndu fagfólki. Áhugaverðar matvörur eru í þróun og má nefna snakk úr berjalegnu ærkjöti og kartöflu-knish, vegan-ost og smjörvörur.

Matarfrumkvöðlar sameinast
Fréttir 25. september 2018

Matarfrumkvöðlar sameinast

Nýverið var Facebook-hópurinn Eldstæðið stofnaður sem er hugsaður fyrir matarfrumkvöðla sem hafa áhuga á að deila tilraunaeldhúsi og nýta þannig eldmóð hver annars í þróunarferlinu.