Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Meðal frumkvöðla sem kynna verkefni sín eru framleiðendur sauðaosta undir vörumerkinu Sauðagull.
Meðal frumkvöðla sem kynna verkefni sín eru framleiðendur sauðaosta undir vörumerkinu Sauðagull.
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Höfundur: smh

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra fer með ávarp og í kjölfarið munu níu sprotafyrirtæki á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar kynna viðskiptahugmyndir sínar. Hægt verður að fylgjast með viðburðinum á vef verkefnisins tilsjavarogsveita.is.

Til sjávar og sveita: frá hugmynd í hillu, býður upp á metnaðarfullan vettvang til vöruþróunar fyrir verkefni sem snúa að hátækni í matvælaiðnaði, nýjum lausnum í landbúnaði og haftengdum iðnaði og betri nýtingu hráefna þar sem sjálfbærni og nýsköpun eru höfð að leiðarljósi. Hraðallinn er einnig tilvalinn vettvangur fyrir þróun tæknilausna ætlaðar verslun og þjónustu, t.d. greiðslumiðlun, birgðastýringu, flutning o.þ.h. sem snýr að því að koma vörum í hendur viðskiptavina. Hraðlinum er ætlað að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til vara er komin á markað.

Hraðallinn stendur yfir í tíu vikur og fer fram í annað sinn í ár, en alls hafa borist um 140 umsóknir í verkefnið. Allt að tíu fyrirtæki eru valin til þátttöku ár hvert. Þátttakendur fá aðgang að sameiginlegri vinnuaðstöðu og njóta leiðsagnar fjölda reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga auk fræðslu og þjálfunar. Þátttakendur fá jafnframt fjölda tækifæra til að koma hugmyndum sínum á framfæri og efla tengslanetið.

Umsjón með verkefninu er í höndum Icelandic Startups í samstarfi við Íslenska sjávarklasann. Bakhjarlar verkefnsins eru í Matarauður Íslands, Nettó, Landbúnaðarklasinn og Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytið. Verkefnið er einnig unnið í samstarfi við Matís og Eldstæðið.

Smellið á myndina til að fylgjast með viðburðinum.

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...