Meðferð á jólatrjám
Til að jólatré sé fersk og falleg um jólin er best að geyma þau á köldum stað fram að jólum.
Sólarhring áður en setja á tréð um og skreyta er gott að taka það inn og láta það ná íbúðarhita í baðkerinu eða sturtunni.
Næst skal saga um þrjá sentímetra neðan af stofninum og stinga honum í sjóðandi heitt vatn í nokkrar mínútur sem veldur því að vatnsæðar trésins opnast og það frískast við.
Gæta skal þess að það sé vatn í jólatrésfætinum yfir hátíðarnar því annars þornar tréð og og verður ljótt.