Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Stjórnarformaður Syngenta segir hættu á matvælaskorti verði notkun varnar- og hjálparefna í landbúnaði hætt.
Fréttir 2. júlí 2018

Matvælaskortur yfirvofandi ef hætt verður að nota skordýraeitur og erfðabreyttar plöntur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Yfirmaður Syngenta, eins stærsta framleiðanda skordýraeiturs í heiminum, segir yfirgnæfandi líkur á matvælaskorti í heiminum á innan við tuttugu árum verði notkun á skordýraeitri og erfðabreyttum plöntum hætt.

J Erik Fyrwald, stjórnarformaður Syngenta, segir jafnframt að nútímalandbúnaður sem notist við hjálparefni og erfðabreyttar plöntur geri mönnum kleift að framleiða meiri fæðu á minna landi og að slíkt sé nauðsynlegt til að draga úr loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar. Hann segir einnig að með því að nýta skordýraeitur á markvissan hátt megi draga úr notkun þess og neikvæðum áhrifum notkunarinnar.

Fyrwald sagði nýlega í viðtali að tækni við landbúnaðarframleiðslu væri sífellt að verða betri og að þróunin yrði að halda áfram ef möguleiki ætti að vera á að fæða þær 1,5 milljarða fólks sem spár gera ráð fyrir að verði á jörðinni árið 2050 og um leið draga úr loftslagsbreytingum.

„Ég er fylgjandi ströngum reglum um notkun eiturefna í landbúnaði en reglurnar verða að byggja á vísindalegum grunni.“ Fyrwald segir að í dag séu reglur sem banni eða setji hömlur á notkun efna í landbúnaði oft illa grundaðar og settar vegna þrýstings frá umhverfisverndarsamtökum en byggi ekki á vísindalegum rökum.

Syngenta hefur meðal annars verið gagnrýnt fyrir að selja skordýraeitur sem búið sé að banna í Evrópu til landa í þróunarlöndunum.

Syngenta er í dag hluti af ChemiChina sem er í eigu kínverska ríkisins og eitt af þremur stærstu fyrirtækjum heims sem framleiða skordýra- og illgresiseitur ásamt erfðabreyttu fræi. Hin fyrirtækin eru Bayer,sem nýlega festi kaup á Monsanto, Dow og DuPont. Samanlagt ráða þessi fyrirtæki um tveimur þriðja af fræmarkaði heimsins og um leið stórum hluta matvælaframleiðslunnar í heiminum.  

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...