Meira af plastögnum á ökrum en í sjó
Rannsóknir í Evrópu og Norður-Ameríku benda til að vatn úr fráveitukerfum borga nái ekki að hreinsa plastagnir úr skólpi.
Talsverð umræða hefur undanfarið átt sér stað um plast og plastagnir í sjó. Nýlegar rannsóknir í Norður-Ameríku og Evrópu benda til að hreinsibúnaður í fráveitukerfum nái ekki að hreinsa plastagnir úr skólpi.
Rannsóknir í Noregi og Svíþjóð sýna að hundruð þúsunda tonna af örfínum plastögnum sé dreift með endurunnu vökvunarvatni yfir akra og ræktunarland og það í meira magni en plast sem fer í sjó.
Þrátt fyrir að strangar reglur gildi um magn þungmálma og ýmissa hættulegra efna í vökvunarvatni, gilda ekki neinar slíkar reglur um magn plastagna í vökvunarvatni.