Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu
Mynd / HKr.
Fréttir 22. september 2021

Meirihluti íbúa vill formlegar viðræður um sameiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Meirihluti íbúa bæði í Sveitar­félaginu Skagafirði og Akra­hreppi er fylgjandi því að hafnar verði formlegar viðræður um sameiningu þessara tveggja sveitarfélaga.

Íbúafundir voru haldnir í sveitarfélögunum á dögunum þar sem helstu niðurstöður og greiningar ráðgjafa um mögulega sameiningu þeirra voru kynntar. Fundirnir voru haldnir í Menningarhúsinu Miðgarði og félagsheimilinu Héðinsminni í Akrahreppi. Á þeim var kallað eftir sjónarmiðum og ábendingum frá íbúum um hvort hefja ætti formlegar viðræður og var niðurstaðan afgerandi, meirihlutinn vildi fara þá leið. Boltinn er nú hjá sveitarstjórnum sem munu nú taka afstöðu til þess hvort formlegar sameiningarviðræður hefjist og skipa samstarfsnefnd.

83% útgjalda Akrahrepps vegna samstarfsverkefna

Sveitarfélögin tvö eiga í umfangsmiklu samstarfi sín á milli, en Sveitarfélagið Skagafjörður annast fjölmörg verkefni fyrir Akrahreppi, m.a. þegar kemur að skólamálum, þ.e. rekstur leik-, grunn- og tónlistarskóla, íþróttamiðstöð og önnur íþróttamannvirki í Varmahlíð, barnavernd, málefni fatlaðra, frístunda­starf og dagþjónustu aldraðra. Einnig má nefna Héraðsbóka- og skjalasafn, safnastarfsemi, almannavarnir, brunavarnir og eldvarnareftirlit og ýmislegt fleira.

Akrahreppur greiddi árið 2020 ríflega 162 milljónir króna vegna þjónustu sem Sveitarfélagið Skagafjörður veitir og þátttöku í framkvæmdum samkvæmt samstarfssamningum. Stærsti útgjaldaliðurinn er vegna skólamála, 103 milljónir króna. Greiðslurnar nema um 83% af útgjöldum Akrahrepps.

Rauðlitaða svæðið sýmir sveitarfél­agið Skagafjörð og Akrahrepp.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...