Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Leiðangurslínur skipanna og magn makríls (kg) í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangri sumarið 2018.Myndir / Hafró
Leiðangurslínur skipanna og magn makríls (kg) í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangri sumarið 2018.Myndir / Hafró
Fréttir 14. september 2018

Mest af makríl finnst nú við Noreg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar á uppsjávarfiski sýna minnkandi lífmassa makríls, síldar og kolmunna. Þéttleiki makríls er 30% minni en meðaltal síðustu fimm árin. Mun minna mældist við Ísland en undanfarin ár og mestur mælist þéttleikinn í Noregshafi. 

Lokið er samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norð­manna og Dana, sem farinn var á tímabilinu 30. júní til 6. ágúst 2018. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi.

Vísitala lífmassa 6,2 milljónir tonna

Í frétt á heimasíðu Haf­rannsókna­­stofnunar segir að vísitala lífmassa makríls hafi verið metin 6,2 milljónir tonn, sem er 40% lækkun frá árinu 2017 og 30% lægri en meðaltal síðustu 5 ára. Mestur þéttleiki mældist í Noregshafi en mun minna mældist á hafsvæðinu við Ísland en verið hefur undanfarin ár. Líkt og undanfarin ár var þéttleikinn á Íslandsmiðum mestur vestan við landið.

Magn norsk-íslenskrar síldar lækkaði einnig og var vísitala lífmassa metin 4,5 milljónir tonna, sem er 24 % lækkun frá árinu 2017. Útbreiðsla stofnsins var svipuð og undanfarin ár fyrir fullorðna hluta stofnsins þar sem mesti þéttleikinn var norður af Færeyjum, fyrir austan og norðan Ísland.

Þriðja árið í röð var lögð aukin áhersla á að fylgjast með útbreiðslu kolmunna og að meta stærð stofnsins. Vísitala stofnstærðar kolmunna sem er ársgamall og eldri var 2,0 milljónir tonna sem er 11% lækkun frá 2017. Kolmunni fannst á mest öllu rannsóknarsvæðinu nema í köldum sjó út af Austur-Grænlandi og milli Íslands og Jan Mayen. Við Ísland mældist mest af kolmunna við landgrunnsbrúnina sunnan við landið.

Kaldari sjór

Yfirborðshiti sjávar sunnan og vestan við Ísland var um 1–2 °C lægri en langtímameðaltal síðustu 20 ára en um 1–2 °C hærri norðan við landið sem og við austurströnd Grænlands. Í Noregshafi var yfirborðshiti um og yfir meðaltali síðustu 20 ára.

Heildar vísitala um magn dýrasvifs á öllu rannsóknasvæðinu lækkaði um tæpan fimmtung en mikill breytileiki var milli svæða. Þannig mældist um 18% aukning vísitölunnar á hafsvæðinu við Ísland en minnkun var í magninu í Noregshafi og við Grænland.

Niðurstöður leiðangursins hafa verið kynntar Alþjóða­hafrannsóknaráðinu og eru niðurstöðurnar, ásamt öðrum gögnum, notaðar við mat á stofnstærð makríls en ICES mun birta ráðgjöf um aflamark síldar, makríls og kolmunna þann 28. september næstkomandi. 

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...