Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Leiðangurslínur skipanna og magn makríls (kg) í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangri sumarið 2018.Myndir / Hafró
Leiðangurslínur skipanna og magn makríls (kg) í yfirborðstogum í uppsjávarleiðangri sumarið 2018.Myndir / Hafró
Fréttir 14. september 2018

Mest af makríl finnst nú við Noreg

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mælingar á uppsjávarfiski sýna minnkandi lífmassa makríls, síldar og kolmunna. Þéttleiki makríls er 30% minni en meðaltal síðustu fimm árin. Mun minna mældist við Ísland en undanfarin ár og mestur mælist þéttleikinn í Noregshafi. 

Lokið er samantekt sameiginlegs uppsjávarleiðangurs Íslendinga, Grænlendinga, Færeyinga, Norð­manna og Dana, sem farinn var á tímabilinu 30. júní til 6. ágúst 2018. Meginmarkmið leiðangursins var að meta magn uppsjávarfiska í Norðaustur-Atlantshafi að sumarlagi.

Vísitala lífmassa 6,2 milljónir tonna

Í frétt á heimasíðu Haf­rannsókna­­stofnunar segir að vísitala lífmassa makríls hafi verið metin 6,2 milljónir tonn, sem er 40% lækkun frá árinu 2017 og 30% lægri en meðaltal síðustu 5 ára. Mestur þéttleiki mældist í Noregshafi en mun minna mældist á hafsvæðinu við Ísland en verið hefur undanfarin ár. Líkt og undanfarin ár var þéttleikinn á Íslandsmiðum mestur vestan við landið.

Magn norsk-íslenskrar síldar lækkaði einnig og var vísitala lífmassa metin 4,5 milljónir tonna, sem er 24 % lækkun frá árinu 2017. Útbreiðsla stofnsins var svipuð og undanfarin ár fyrir fullorðna hluta stofnsins þar sem mesti þéttleikinn var norður af Færeyjum, fyrir austan og norðan Ísland.

Þriðja árið í röð var lögð aukin áhersla á að fylgjast með útbreiðslu kolmunna og að meta stærð stofnsins. Vísitala stofnstærðar kolmunna sem er ársgamall og eldri var 2,0 milljónir tonna sem er 11% lækkun frá 2017. Kolmunni fannst á mest öllu rannsóknarsvæðinu nema í köldum sjó út af Austur-Grænlandi og milli Íslands og Jan Mayen. Við Ísland mældist mest af kolmunna við landgrunnsbrúnina sunnan við landið.

Kaldari sjór

Yfirborðshiti sjávar sunnan og vestan við Ísland var um 1–2 °C lægri en langtímameðaltal síðustu 20 ára en um 1–2 °C hærri norðan við landið sem og við austurströnd Grænlands. Í Noregshafi var yfirborðshiti um og yfir meðaltali síðustu 20 ára.

Heildar vísitala um magn dýrasvifs á öllu rannsóknasvæðinu lækkaði um tæpan fimmtung en mikill breytileiki var milli svæða. Þannig mældist um 18% aukning vísitölunnar á hafsvæðinu við Ísland en minnkun var í magninu í Noregshafi og við Grænland.

Niðurstöður leiðangursins hafa verið kynntar Alþjóða­hafrannsóknaráðinu og eru niðurstöðurnar, ásamt öðrum gögnum, notaðar við mat á stofnstærð makríls en ICES mun birta ráðgjöf um aflamark síldar, makríls og kolmunna þann 28. september næstkomandi. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...