Tæknibyltingin í uppsjávargeiranum
Gríðarleg uppbygging og tækniþróun hefur orðið í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski á síðustu árum. Helmingi færri skip en áður þarf til að veiða svipað aflamagn og afköst á hvern starfsmann í landvinnslunni hafa margfaldast vegna aukinnar sjálfvirkni. Þá fer mun stærri hluti aflans til manneldis en fyrr.