Stærð makrílstofnsins lengi vanmetin
Þrátt fyrir að makríllinn í Norðaustur-Atlantshafi hafi verið veiddur langt umfram ráðleggingar fiskifræðinga árum saman virðist þessi ofveiði ekki hafa skaðað stofninn hingað til að neinu marki. Vísindamenn hafa stöðugt vanmetið stærð stofnsins vegna skorts á áreiðanlegum rannsóknagögnum en góð nýliðun hefur haldið veiðunum uppi.