Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.

Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa ásamt hitastigi í yfirborðslagi sjávar á 10 metra dýpi. Yfirborðstogstöðvar með engum afla af viðkomandi tegund eru merktar með bláum punkti.
Útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og hrognkelsa ásamt hitastigi í yfirborðslagi sjávar á 10 metra dýpi. Yfirborðstogstöðvar með engum afla af viðkomandi tegund eru merktar með bláum punkti.
Mynd / Hafrannsóknastofnun
Fréttir 5. september 2022

Makríll útbreiddur við landið

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bráðabirgðaniðurstöður úr uppsjávarvistkerfisleiðangri rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar frá því fyrr í sumar sýna að magn og útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er mun meira en undanfarin tvö sumur.

Leiðangurinn var hluti af IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas, og alls tóku sex skip þátt í rannsókninni, sitt hvort skipið frá Íslandi og Færeyjum og fjögur frá Noregi.

Í leiðangrinum Árna Friðrikssonar var rannsökuð útbreiðsla og þéttleiki makríls, síldar og kolmunna í íslenskri landhelgi að undanskildum austurhluta hennar sem Færeyingar og Norðmenn rannsökuðu.

Teknar 48 togstöðvar kringum landið, gerðar sjónmælingar og sýni tekin í átuháfa á yfirborðstogstöðvum.

Mælingar á hitastigi sjávar sýna að hitastig í yfirborðslagi var álíka og sumarið 2021 og aðeins hlýrra en sumarið 2020.

Mikil útbreiðsla makríls

Bráðbirgðaniðurstöður sýna að magn og útbreiðsla makríls í íslenskri landhelgi er mun meira en undanfarin tvö sumur. Makríll fannst meðfram suður- og vesturströnd landsins, bæði á landgrunninu og utan þess. Fyrir sunnan fannst makríll í Íslandsdjúpi suður að 62 °N breiddargráðu en makríll hefur ekki fengist í þessum leiðangri svo sunnarlega síðan sumrið 2016.

Bráðabirgðaniðurstöður norsku og færeyska rannsóknaskipanna sýndu að makríl var einnig að finna austan við land.

Norsk-íslensk vorgotssíld

Líkt og undanfarin ár var norsk- íslenska vorgotssíld að finna á flestum togstöðvum fyrir norðan og austan landið og íslensk sumargotssíld á landgrunninu fyrir sunnan og vestan landið.

Kolmunni og hrognkelsi

Kynþroska kolmunni mældist við landgrunnsbrúnina sunnan og vestan við landið.

Magn og útbreiðsla hrognkelsa var minni í ár en undanfarin ár. Í leiðangrinum voru merkt alls 64 hrognkelsi.

Skylt efni: Makríll

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...