Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Milljarða erlend fjárfesting í líftæknifyrirtækinu Algalíf
Fréttir 22. desember 2020

Milljarða erlend fjárfesting í líftæknifyrirtækinu Algalíf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verksmiðjusvæðið mun rúmlega tvöfaldast en framleiðsla á astaxanthíni rúmlega þrefaldast. Rúmlega eitt hundrað innlend störf verða til á framkvæmdatímanum 2021 til 2022 og að minnsta kosti 35 ný framtíðarstörf munu skapast hjá fyrirtækinu. Algalíf verður eitt stærsta örþörunga fyrirtæki í heimi. Stækkunin er að fullu fjármögnuð erlendis frá.

Í frétt á heimasíðu Algalíf hefur verið ákveðið að rúmlega þrefalda framleiðslu á astaxanthíni hjá líftæknifyrirtækinu Algalíf í Reykjanesbæ með því að stækka verksmiðju fyrirtækisins um rúmlega helming. Hafist verður handa strax í upphafi næsta árs og rúmlega 100 störf munu skapast á framkvæmdatímanum fram til 2022.

Ársveltan mun nærri fjórfaldast

Byggðir verða um 7.000 m² og húsnæðið fer því úr 5.500 m² í um 12.500 m². Ársframleiðslan fer úr rúmum 1.500 kg af hreinu astaxanthíni í rúm 5.000 kg.

Erlend fjárfesting vegna verkefnisins nemur um fjórum milljörðum króna. „Ársveltan mun nærri fjórfaldast eftir stækkun og fara úr einum og hálfum milljarði króna í um fimm og hálfan milljarð“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.

Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. Því er náttúrulegt astaxanthín frá Algalíf mjög vel samkeppnishæft  á alþjóðamarkaði og sala gengur mun betur en upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir.

„Öll framleiðsla þessa árs er löngu seld og bróðurpartur framleiðslu næsta árs líka. Markaðshorfur eru mjög góðar og fjögurra milljarða erlend fjárfesting sýnir trú á því sem við erum að gera“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs.


Framleiðslan í stýrðu umhverfi

Öll framleiðsla Algalífs á örþörungum fer fram í stýrðu umhverfi innanhúss með umhverfisvænum orkugjöfum, eru bæði magn og gæði stöðug. Úr þörungunum er unnið fæðubótaefnið astaxantín. Algalíf hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi.

Framleiðsla Algalífs á astaxanthíni úr örþörungum er umhverfisvæn og ekkert jarðefnaeldsneyti er notað í ferlinu. Notast er við sérstök LED ljós og tölvustýrð ljósa- og hitakerfi við ræktun örþörunganna í lokuðum rörakerfum sem þýðir að vatns-, raforku- og landnotkun er í lágmarki.

Binding á koltvísýringi er 80 tonn á ári en vrður 250 tonn á ári og kolefnisfótsporið neikvætt sem því nemur. Náttúrlegt astaxanthin frá Algalíf er alþjóðlega vottað af Non-GMO Project.

Skylt efni: astaxanthin

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...