Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Hér er verið að mynda um Heimskautagerðið á Raufarhöfn. Sérstakur hugbúnaður er notaður í bílnum og á bílnum er áföst 360° Ladybug5 myndavél. Ladybug5 er samansett af sex myndavélum sem taka myndir hver frá sínu sjónarhorni. Hver myndavél er 5 megapixlar og myndirnar eru því 30 megapixlar. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum sem eru tengd við kortavef Já.is
Hér er verið að mynda um Heimskautagerðið á Raufarhöfn. Sérstakur hugbúnaður er notaður í bílnum og á bílnum er áföst 360° Ladybug5 myndavél. Ladybug5 er samansett af sex myndavélum sem taka myndir hver frá sínu sjónarhorni. Hver myndavél er 5 megapixlar og myndirnar eru því 30 megapixlar. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum sem eru tengd við kortavef Já.is
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. september 2023

Myndað fyrir kortavefinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í sumar hefur sérútbúinn bíll á vegum Já keyrt um landið og tekið 360°myndir fyrir kortavef Já.is.

Bíllinn var til dæmis nýlega í Grímsey og Hrísey að taka myndir. Þetta er sjötta sumarið sem bíllinn keyrir um landið, en fyrsta ferðin var farin sumarið 2013.

Myndatakan háð veðri

„Í bílnum er tölva sem sýnir bílstjóranum þau svæði sem á að mynda og hvað búið er að mynda. Myndatakan er auðvitað háð því að veður sé gott og þurrt, svo það þarf stöðugt að vera að laga akstursáætlanir að veðurspám.

Eftir að tökum lýkur í sumar eru myndirnar fyrst keyrðar í gegnum hugbúnað sem skyggir m.a. bílnúmer og andlit fólks og svo yfirfarnar aftur af starfsfólki áður en þær eru birtar á kortavef Já.is í haust,” segir Mekkín Bjarkadóttir, viðskiptastjóri hjá Já.

Vegirnir um Kjálkafjörð og Mjóafjörð myndaðir

Bíllinn og myndavélarnar í honum, ásamt bílstjóranum Sigurði Júlíusi Guðmundssyni, hafa haft nóg að gera í sumar. „Já, já, meira en nóg að gera. Áherslan hefur verið lögð á að endurnýja myndir af helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni og bæta við nokkrum svæðum sem við eigum ekki myndir af.

Einnig að uppfæra hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem hafa tekið hvað mestum breytingum síðastliðna 12 mánuði. Við höfum nú þegar lokið landsbyggðinni og eigum bara eftir 1-2 daga á höfuðborgarsvæðinu.

30 þúsund nota Já.is kortið

Meðal nýrra svæða sem við mynduðum á landsbyggðinni í sumar eru Grímsey, Kárahnjúkar, Strandir, Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng, Norðfjarðargöng og vegirnir um Kjálkafjörð og Mjóafjörð,“ segir Mekkín. Á þessari slóð, https:// um.ja.is/360, er lifandi kort sem sýnir hvað er búið að mynda í sumar. Mekkín segir að um 130 þúsund manns noti Já.is kortið í hverjum mánuði og um 60 þúsund nota 360° myndirnar. Myndirnar eru einnig grunnurinn að „Já Flakk“, en leikurinn gefur fólki kost á að flakka um landið og giska á hvar það er statt.

Leikurinn fór í loftið í lok árs 2017 og hafa um 80 þúsund manns spilað leikinn frá upphafi. Sá sem hefur spilað leikinn oftast hefur klárað 2.488 leiki,“ segir Mekkín hlæjandi.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...