Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hér er verið að mynda um Heimskautagerðið á Raufarhöfn. Sérstakur hugbúnaður er notaður í bílnum og á bílnum er áföst 360° Ladybug5 myndavél. Ladybug5 er samansett af sex myndavélum sem taka myndir hver frá sínu sjónarhorni. Hver myndavél er 5 megapixlar og myndirnar eru því 30 megapixlar. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum sem eru tengd við kortavef Já.is
Hér er verið að mynda um Heimskautagerðið á Raufarhöfn. Sérstakur hugbúnaður er notaður í bílnum og á bílnum er áföst 360° Ladybug5 myndavél. Ladybug5 er samansett af sex myndavélum sem taka myndir hver frá sínu sjónarhorni. Hver myndavél er 5 megapixlar og myndirnar eru því 30 megapixlar. Öll myndagögnin eru með GPS hnitum sem eru tengd við kortavef Já.is
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. september 2023

Myndað fyrir kortavefinn

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Í sumar hefur sérútbúinn bíll á vegum Já keyrt um landið og tekið 360°myndir fyrir kortavef Já.is.

Bíllinn var til dæmis nýlega í Grímsey og Hrísey að taka myndir. Þetta er sjötta sumarið sem bíllinn keyrir um landið, en fyrsta ferðin var farin sumarið 2013.

Myndatakan háð veðri

„Í bílnum er tölva sem sýnir bílstjóranum þau svæði sem á að mynda og hvað búið er að mynda. Myndatakan er auðvitað háð því að veður sé gott og þurrt, svo það þarf stöðugt að vera að laga akstursáætlanir að veðurspám.

Eftir að tökum lýkur í sumar eru myndirnar fyrst keyrðar í gegnum hugbúnað sem skyggir m.a. bílnúmer og andlit fólks og svo yfirfarnar aftur af starfsfólki áður en þær eru birtar á kortavef Já.is í haust,” segir Mekkín Bjarkadóttir, viðskiptastjóri hjá Já.

Vegirnir um Kjálkafjörð og Mjóafjörð myndaðir

Bíllinn og myndavélarnar í honum, ásamt bílstjóranum Sigurði Júlíusi Guðmundssyni, hafa haft nóg að gera í sumar. „Já, já, meira en nóg að gera. Áherslan hefur verið lögð á að endurnýja myndir af helstu þéttbýlisstöðum á landsbyggðinni og bæta við nokkrum svæðum sem við eigum ekki myndir af.

Einnig að uppfæra hverfi á höfuðborgarsvæðinu sem hafa tekið hvað mestum breytingum síðastliðna 12 mánuði. Við höfum nú þegar lokið landsbyggðinni og eigum bara eftir 1-2 daga á höfuðborgarsvæðinu.

30 þúsund nota Já.is kortið

Meðal nýrra svæða sem við mynduðum á landsbyggðinni í sumar eru Grímsey, Kárahnjúkar, Strandir, Vaðlaheiðargöng, Dýrafjarðargöng, Norðfjarðargöng og vegirnir um Kjálkafjörð og Mjóafjörð,“ segir Mekkín. Á þessari slóð, https:// um.ja.is/360, er lifandi kort sem sýnir hvað er búið að mynda í sumar. Mekkín segir að um 130 þúsund manns noti Já.is kortið í hverjum mánuði og um 60 þúsund nota 360° myndirnar. Myndirnar eru einnig grunnurinn að „Já Flakk“, en leikurinn gefur fólki kost á að flakka um landið og giska á hvar það er statt.

Leikurinn fór í loftið í lok árs 2017 og hafa um 80 þúsund manns spilað leikinn frá upphafi. Sá sem hefur spilað leikinn oftast hefur klárað 2.488 leiki,“ segir Mekkín hlæjandi.

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild
Fréttir 30. desember 2024

Búsæld seldi KS- hlutinn í heild

Búsæld seldi hlut sinn í Kjarnafæði Norðlenska (KN) í heild til Kaupfélags Skagf...

Styrkir til verslana
Fréttir 30. desember 2024

Styrkir til verslana

Sex dagvöruverslanir í minni byggðarlögum kringum landið hlutu styrki frá innvið...

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans
Fréttir 27. desember 2024

Jólatrjáalundur hreindýrabóndans

Stefán Hrafn Magnússon, hreindýrabóndi í Grænlandi, hefur gróðursett tré á landi...

Kyngreining sæðis hafin
Fréttir 27. desember 2024

Kyngreining sæðis hafin

Við Nautastöð Bændasamtaka Íslands á Hesti í Borgarfirði hefur verið komið upp f...

Áskrift að Bændablaðinu 2025
Fréttir 27. desember 2024

Áskrift að Bændablaðinu 2025

Gefin eru út 23 tölublöð af Bændablaðinu ár hvert. Upplagi þess er dreift um all...

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...