Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýjasta útgáfa New Holland af metangasknúinni dráttarvél.
Nýjasta útgáfa New Holland af metangasknúinni dráttarvél.
Fréttir 2. október 2017

New Holland með nýja gasknúna dráttarvél

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Dráttarvélaframleiðandinn New Holland kynnir nú hugmyndavél sína sem knúin er metangasi og framtíðarsýn fyrirtækisins hvað varðar sjálfbæran og orkusjálfstæðan landbúnað. 
 
Var framtíðarsýn New Holland m.a. kynnt á landbúnaðarsýningunni Farm Progress Show í Bandaríkjunum í lok ágústmánaðar. Fyrirtækið hefur reyndar verið að þróa metangasknúnar dráttarvélar í mörg ár og hafa slíkar vélar sem byggðar eru á NH T6 verið í prófunum í Evrópu. Sömuleiðis hafa tæknimenn þar á bæ búið til hugmyndavél sem gengur fyrir vetni. Nýjasta gasknúna vélin þykir þó standa forverunum talsvert framar, ekki síst hvað varðar nýtni, sparneytni og minni kolefnismengun. 
 
Gasknúin New Holland-dráttarvél var til sýnis á Farm Progress Show-landbúnaðarsýninguni í Bandaríkjunum. 
 
Nýja New Holland gasknúna dráttarvélin (Methane powered Concept Tractor), er, eins og fyrirrennararnir, byggð á NH T6 dráttarvélinni. Mótorinn er þó sagður bylting í sprengihreyfilstækni og allur drifbúnaður sérhannaður til nota í landbúnaði. Það er systurfyrirtæki New Holland, FPT Industrial, sem hannar vélbúnaðinn, en fyrirtækið hefur verið leiðandi í hönnun gasknúinna véla í meira en 20 ár. 
 
30 þúsund aflvélar og 22 þúsund gasknúin ökutæki
 
FPT Industrial hefur framleitt yfir 30.000 gasknúna sprengihreyfla sem ganga bæði á þjöppuðu náttúrugasi (CNG) og fljótandi gasi (LNG). Í dag eru um 22.000 gasknúin ökutæki í notkun frá trukka- og rútubílaeiningu CNH Industrial sem á New Holland. Þar er um að ræða IVECO sendibíla, margvíslega vinnubíla, trukka og rútur. 
 
180 hestöfl með 740 Nm togkraft
 
Mótorinn er 6 strokka NEF  metanvél sem skilar 180 hestöflum og 740 Newtonmetra togi (Nm). Það er sama afl og tog og er í sambærilegum dísilvélum. Stærsti munurinn er sá að sögn hönnuða að þessi vél er 30% ódýrari í rekstri. Þá hefur mikið verið lagt upp úr nýrri hönnun samsettra lagskiptra og pípulaga eldsneytisgeyma. Það gerir mönum kleift að hafa alla hönnun dráttarvélarinnar í takt við það sem þekkist í hefðbundnum dísildráttarvélum. Þá er nýi gasknúni mótorinn hljóðlátari sem nemur um 3 dBA. Það er sagt leiða til þess að drifbúnaðurinn verður allur mun hljóðlátari sem nemur allt að 50%. Það þýðir að hægt er að nota slíkar dráttarvélar við aðstæður sem erfitt var að eiga við áður.  
 
Hluti af sjálfbærnihugmyndum New Holland
 
Hvað varðar minni kolefnislosun er þessi nýja NH dráttarvél sögð losa í vinnu á akrinum um 10% minna af CO2 en sambærileg dísilvél og dregur úr heildarlosun sem nemur um 80%. Fullyrt er að hægt sé að ná enn meiri umhverfisbótum með því að nota lífgas sem framleitt er í húsdýraúrgangi og lífmassa sem fellur til og annars færi til spillis. Þannig sé í raun hægt að kolefnisjafna landbúnaðinn niður í núll. 
 
Orkusjálfstæður landbúnaður
 
Forsvarsmenn New Holland segja að tilkoma þessarar metanknúnu dráttarvélar sé mikilvægur hlekkur í því að núllstilla landbúnaðinn hvað varðar kolefnislosun undir það sem þeir nefna orkusjálfstæðan landbúnað,  eða Energy Independent Farm™, sem er skrásett vörumerki NH. Þannig er hugsunin að bændur framleiði sjálfir alla þá orku sem þeir þurfa á að halda. Bæði til að hita húsakynni og til að knýja allan vélbúnað. 
 
Lífgasframleiðsla er sögð einkar hentug á sveitabæjum til að mæta þessu markmiði. Á býlunum sé allt hráefnið sem til þarf, sem og pláss og húsakynni til að gera þetta að veruleika, m.a. við gerjun lífmassa til að breyta honum í gas. Þannig sé hægt að nýta allan úrgang sem til fellur á viðkomandi bæ til að framleiða orku. Hrágasið sem þannig fæst fer síðan í gegnum vinnslustöð á bænum sem gerir það nothæft sem eldsneyti á sprengihreyfla.
 
Gasið má einnig nota til að framleiða raforku eins og þegar er mikið gert af t.d. í Þýskalandi. Orka sem ekki þarf að nota fyrir býlið getur þannig farið sem rafmagn inn á orkukerfi nærliggjandi sveitarfélags. Hratið sem fellur til við gasframleiðsluna er síðan hægt að nota sem fyrirtaks náttúrulegan áburð. 
 
Við hönnun á gasknúnu dráttar­vélinni leitaði hönnunarteymið í smiðju bílahönnuða. Útlit dráttarvéla í dag tekur æ meira mið af þessu með starumlínulöguðu húddi, loftinntaki, ljósum og húsi. Þá er mikið lagt upp úr útsýni sem er sagt nær óskert í 360 gráður. Reynt er að fjarlægja allan óþarfa í innréttingum til að gera stjórnun þægilegri og skilvirkari. 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...