Nýtt fjárhús á Stóra-Ármóti
Nýlega var tekið í notkun nýtt og glæsilegt fjárhús á Stóra-Ármóti í Flóahreppi þar sem Búnaðarsamband Suðurlands er m.a. með starfsemi sína.
Fjárhúsið er um 300 fermetrar að stærð og verður féð á hálmi. Húsið rúmar um 260 kindur. Þar verður líka gott rými fyrir námskeiðahald er tengist sauðfjárrækt, svo sem rúningsnámskeið, sauðfjársæðinganámskeið, samræmingarnámskeið fyrir sauðfjárdóma og fleira. Öll vinnuaðstaða mun batna til muna í nýja húsinu, auk þess sem allur aðbúnaður verður mun betri fyrir fólk og sauðfé. Það var fyrirtækið Fossmót ehf., á Selfossi, sem byggði húsið.