Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Ofurkvígan Olga.
Ofurkvígan Olga.
Fréttir 24. apríl 2019

Olga setti Evrópumet

Höfundur: vh
Nýtt met var sett við sölu á Holstein kvígu í febrúar er kvígan Olga, sem heitir reyndar Gah Olga Des Grilles, var seld á 130.000 evrur, sem gera hvorki meira né minna en 17 milljónir króna. Þessi ótrúlega upphæð er nýtt met í Evrópu. 
 
Á naut.is segir Snorri Sigurðsson að kvígan, sem fæddist 30. júlí 2018 á kúabúi í Normandí, hafi verið  boðin upp á kynbótamarkaðinum Paris Dairy Sale í Frakklandi. Strax í sumarbyrjun verður hægt að byrja að skola úr henni egg og tæknifrjóvga, en það er afar vinsæl aðferð sem nú orðið er mikið notuð, þ.e. glasafrjóvgun.
 
Skýringin á þessu ævintýralega verði á kvígunni Olgu er að greining á erfðaefni hennar gaf einstaklega há svör, sem bendir til þess að um yfirburða kynbótagrip sé að ræða. 
 
Þannig fékk hún 235 í einkunn samkvæmt franska ISU staðlinum, 172 í einkunn samkvæmt þýska RZG staðlinum og 4916 gPFT stig. Framangreindar einkunnir eru flestum framandi á Íslandi en þetta munu víst allt vera einstaklega háar einkunnir. 
Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...