Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Frá Rangárbökkum þar sem Landsmót hestamanna 2020 mun fara fram.
Frá Rangárbökkum þar sem Landsmót hestamanna 2020 mun fara fram.
Fréttir 10. janúar 2020

Öll bestu hross landsins á sama stað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Landsmót hestamanna 2020 verður haldið á Hellu dagana 6. til 11. júlí næstkomandi. Framkvæmdastjóri mótsins segist búast við að um 8.000 til 10.000 gestir komi á mótið.

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, framkvæmdastjóri Landsmótsins, segist ekki eiga von á öðru en að þetta verði hörkumót og að nú þegar sé búið að selja um 2.000 miða í forsölu en að hann eigi von á 8.000 til 10.000 gestum á Landsmót hestamanna á Hellu í sumar.

Eiríkur Vilhelm Sigurðarson. 

Keppni og skemmtun

„Dagskrá mótsins er með hefðbundnu sniði. Mótið stendur í sex daga, 6. til 11. júlí, og endar á laugardagskvöldi með stórkostlegum úrslitum og í framhaldinu kvöldvöku og dansleik. Það er lagt upp með mikla skemmtun allan tímann, hestakosturinn eins og best verður á kosið og einnig verður stórt markaðstjald, barnaleiksvæði og skemmtidagskrá.“

Eiríkur segir að forkeppnir fyrir Landsmótið fari fram í byrjun næsta sumars hjá aðildarfélögum Landssambands hestamanna á öllu landinu og í gæðingakeppni sé því háttað þannig að efstu hrossin frá hverju félagi í hverjum flokki eiga möguleika á að keppa á Landsmótinu.

„Meðal flokka sem keppt er í á Landsmótinu eru barna-, unglinga-, ungmenna- og A- og B-flokkur. Einnig er keppt í tölti og skeiði og svo sýning kynbótahrossa. Fyrir tölt og skeið er bestu hrossum landsins boðið eftir stöðulista og sama á við varðandi kynbótasýningarnar. Það verða því öll bestu hross landsins á Landsmóti á Hellu.“

Gistiframboð gott

„Þrátt fyrir að Hella sé stórborg á Suðurlandi tekur bæjarfélagið miklum stakkaskiptum þann tíma sem landsmótið stendur yfir og íbúafjöldinn að minnsta kosti áttfaldast. Hella er vel staðsett fyrir svona mót. Gestir bæði koma og fara, aðrir nýta sér tjaldsvæðið á mótssvæðinu og auk þess er gríðarlegt gistiframboð á svæðinu sem hefur verið að aukast jafnt og þétt síðustu ár,“ segir Eiríkur Vilhelm.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...