Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verð á minkaskinni hækkaði um 15% á uppboði Köbenhagen Furs en er enn undir kostnaðarverði.
Verð á minkaskinni hækkaði um 15% á uppboði Köbenhagen Furs en er enn undir kostnaðarverði.
Mynd / VH
Fréttir 14. mars 2023

Öll skinn seld undir kostnaðarverði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að öll skinn hafi selst á uppboði Köbenhagen Furs og þokkaleg sala hafi verið fyrsta uppboðsdaginn hjá Saga Furs er verð enn undir kostnaðarverði.

Einar E. Einarsson, formaður búgreinadeildar loðdýra. Mynd/H.Kr.

Loðdýraeldi hér og víða annars staðar, sérstaklega í Evrópu, hefur átt undir högg að sækja vegna hruns á skinnaverði 2016. Sala skinnanna hefur verið dræm og verð fyrir þau undir framleiðslukostnaði. Útkoma uppboðanna núna mun því hafa afgerandi áhrif á framtíð loðdýraeldis og þeirra átta búa sem starfandi eru hér á landi sem nú þegar standa á brauðfótum.

Einar E. Einarsson, bóndi að Skörðugili og formaður deildar loðdýrabænda, segir vissulega jákvætt að öll skinn í boði hafi selst í Kaupmannahöfn en að á sama tíma hafi uppboðið verið lítið, um 1,7 milljón skinn. Öll skinnin seldust undir framleiðsluverði þrátt fyrir að þau hafi hækkað um 15% frá síðasta uppboði Köbenhagen Furs.

Uppboð Saga Furs í Finnlandi hófst 7. mars og stendur í viku og þar verða boðin upp fimm milljón minkaskinn auk annarra skinna. „Eftir fyrsta dag uppboðsins er ljóst að salan gengur ekki jafn vel og í Kaupmannahöfn. Megnið af því sem búið er að bjóða hefur selst en hækkun á verði skinnanna er minni en hjá Köbenhagen Furs.“

Lítið uppboð í Kaupmannahöfn

„Uppboðið hjá Köbenhagen Furs er það fyrsta í langan tíma þar sem kaupendur voru í salnum en uppboðið var fremur smátt í sniðum miðað við mörg önnur uppboð þar sem fjöldi skinna er yfirleitt milli fjögur og sex milljón. Asíumarkaður hefur verið mikið til lokaður en á þessum uppboðum var merki um að hann væri að koma til baka.

Það jákvæðasta við uppboðin er að skinnin eru að seljast og verð hefur hækkað lítillega þrátt fyrir að það sé enn töluvert undir framleiðslukostnaði.“

Hreyfing á markaði

Einar segir að þessi tvö uppboð séu mjög afgerandi fyrir hvað muni gerast á þessum markaði og loðdýrarækt hér á landi.

„Þrátt fyrir að verðið sem fékkst fyrir skinnin hafi verð lágt seldust þau að minnsta kosti og því einhver hreyfing á markaðinum. Við loðdýrabændur gleðjumst eins og hægt er yfir hækkuninni en þar vita allir að það þarf mun meira til ef greinin á að lifa.“

Skylt efni: Loðdýr | loðskinn

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...