Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Verð á minkaskinni hækkaði um 15% á uppboði Köbenhagen Furs en er enn undir kostnaðarverði.
Verð á minkaskinni hækkaði um 15% á uppboði Köbenhagen Furs en er enn undir kostnaðarverði.
Mynd / VH
Fréttir 14. mars 2023

Öll skinn seld undir kostnaðarverði

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þrátt fyrir að öll skinn hafi selst á uppboði Köbenhagen Furs og þokkaleg sala hafi verið fyrsta uppboðsdaginn hjá Saga Furs er verð enn undir kostnaðarverði.

Einar E. Einarsson, formaður búgreinadeildar loðdýra. Mynd/H.Kr.

Loðdýraeldi hér og víða annars staðar, sérstaklega í Evrópu, hefur átt undir högg að sækja vegna hruns á skinnaverði 2016. Sala skinnanna hefur verið dræm og verð fyrir þau undir framleiðslukostnaði. Útkoma uppboðanna núna mun því hafa afgerandi áhrif á framtíð loðdýraeldis og þeirra átta búa sem starfandi eru hér á landi sem nú þegar standa á brauðfótum.

Einar E. Einarsson, bóndi að Skörðugili og formaður deildar loðdýrabænda, segir vissulega jákvætt að öll skinn í boði hafi selst í Kaupmannahöfn en að á sama tíma hafi uppboðið verið lítið, um 1,7 milljón skinn. Öll skinnin seldust undir framleiðsluverði þrátt fyrir að þau hafi hækkað um 15% frá síðasta uppboði Köbenhagen Furs.

Uppboð Saga Furs í Finnlandi hófst 7. mars og stendur í viku og þar verða boðin upp fimm milljón minkaskinn auk annarra skinna. „Eftir fyrsta dag uppboðsins er ljóst að salan gengur ekki jafn vel og í Kaupmannahöfn. Megnið af því sem búið er að bjóða hefur selst en hækkun á verði skinnanna er minni en hjá Köbenhagen Furs.“

Lítið uppboð í Kaupmannahöfn

„Uppboðið hjá Köbenhagen Furs er það fyrsta í langan tíma þar sem kaupendur voru í salnum en uppboðið var fremur smátt í sniðum miðað við mörg önnur uppboð þar sem fjöldi skinna er yfirleitt milli fjögur og sex milljón. Asíumarkaður hefur verið mikið til lokaður en á þessum uppboðum var merki um að hann væri að koma til baka.

Það jákvæðasta við uppboðin er að skinnin eru að seljast og verð hefur hækkað lítillega þrátt fyrir að það sé enn töluvert undir framleiðslukostnaði.“

Hreyfing á markaði

Einar segir að þessi tvö uppboð séu mjög afgerandi fyrir hvað muni gerast á þessum markaði og loðdýrarækt hér á landi.

„Þrátt fyrir að verðið sem fékkst fyrir skinnin hafi verð lágt seldust þau að minnsta kosti og því einhver hreyfing á markaðinum. Við loðdýrabændur gleðjumst eins og hægt er yfir hækkuninni en þar vita allir að það þarf mun meira til ef greinin á að lifa.“

Skylt efni: Loðdýr | loðskinn

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni
Fréttir 5. nóvember 2024

Matartengdar örverur 3% af þarmaflórunni

Matís tekur þátt í Evrópuverkefni um skráningu örvera í matvælum og framleiðsluu...

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...