Öll skinn seld undir kostnaðarverði
Þrátt fyrir að öll skinn hafi selst á uppboði Köbenhagen Furs og þokkaleg sala hafi verið fyrsta uppboðsdaginn hjá Saga Furs er verð enn undir kostnaðarverði.
Þrátt fyrir að öll skinn hafi selst á uppboði Köbenhagen Furs og þokkaleg sala hafi verið fyrsta uppboðsdaginn hjá Saga Furs er verð enn undir kostnaðarverði.
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum.
Íslenskir minkabændur hafa á síðasta áratug náð þeim árangri að framleiða einhver bestu minkaskinn í heimi. Þar hafa einungis Danir og stundum Norðmenn staðið örlítið framar. Á bak við þennan árangur liggur þrotlaust þróunarstarf og þekkingaröflun.
Hrun blasir við í minkarækt á Íslandi ef ekkert verður að gert. Ljóst er að við fjöldagjaldþrot í greininni munu tapast gríðarleg verðmæti í búrum, búnaði, þekkingu og dýrmætri reynslu.
Skinnauppboð, Köbenhagen Fur, hófst í Kaupmannahöfn 20. júní og stendur fram á miðvikudag í næstu viku. Minkaskinn til sölu á uppboðinu eru 7,1 milljón og kaupendur 600. Framleiðsla á minkaskinnum á Íslandi er um 190 þúsund árið 2016.