Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Uppboðsverð loðskinna mjakast upp
Fréttir 1. júlí 2016

Uppboðsverð loðskinna mjakast upp

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skinnauppboð, Köbenhagen Fur, hófst í Kaupmannahöfn 20. júní og stendur fram á miðvikudag í næstu viku. Minkaskinn til sölu á uppboðinu eru 7,1 milljón og kaupendur 600. Framleiðsla á minkaskinnum á Íslandi er um 190 þúsund árið 2016.

Einar Einarsson loðdýrabóndi segir að fyrsta daginn hafi meðal annars verið seld skinn af sel og ref og fleiri tegundum sem ekki eru framleiddar á Íslandi. „Á öðrum degi var byrjað að selja minkaskinn og mér sýnist að þau séu öll að seljast. Enn sem komið er lítið hægt að segja um verðbreytingar frá uppboðinu í janúar en mér sýnist verð vera að mjakast upp.“

Bjartsýnn á útkomuna

Sala á aðallitum eins og silverblue og eru framleiddir á Íslandi hófst 22. júní og eru að hækka lítillega í verði. Einar segir að ekki sé enn hægt að segja hvort skinn frá Íslandi séu að seljast á svipuðu verði og skinn frá öðrum löndum. „Við sjáum það ekki fyrr en lengra er liðið á uppboðið. Íslensk skinn komu mjög vel út á uppboðinu í apríl síðastliðnum gagnvart öðrum þjóðum og ég er bjartsýnn á að það haldist.“

Minna framboð en undanfarin ár

Einar segir að framboð á minkaskinnum hafi dregist mikið saman. „Á síðasta ári voru 72 milljón skinn í boði en framboðið var mest 82 milljón skinn árið 2014. Í ár er talið að þau verði undir 60 milljón. Ég er ekki með tölu yfir fjölda skinna frá Íslandi og fæ hana ekki fyrr en uppboðinu er lokið en framleiðsla er um 190 þúsund minkaskinn á þessu ári.“

Miklar verðsveiflur

Árin 2010 til 2013 var verð á minkaskinnum gott og náði hámarki 2013. Einar segir að í kjölfar þess hafi framleiðslan aukist mikið og verð lækkað 2014 og áfram 2015 og ná lágmarki í september það ár. Verð voru áfram lág fram á fyrsta fjórðung 2016 en hækkuðu aðeins á uppboðinu í apríl síðastliðinn.

„Á uppboðinu núna eru 7,1 milljón minkaskinn til sölu og mér sýnist að þau muni öll seljast.“

Enn undir framleiðslukostnaði

Einar segir að þrátt fyrir þungan róður hjá íslenskum minkabændum síðustu ár sé ágætt hljóð í mönnum miðað við að söluverð á skinnum sé undir framleiðslukostnaði og hefur verið það frá því í upphafi árs 2015.

„Í dag kostar sjö þúsund krónur að framleiða hvert minkaskinn en söluverð á þeim í janúar og febrúar síðastliðinn var milli fjögur og fimm þúsund krónur. Ég vona því innilega að söluverðið eigi eftir að mjakast upp á við á yfirstandandi uppboði,“ segir Einar Einarsson, bóndi á Skörðugili.

Skylt efni: Loðdýr | loðskinn | uppboð

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...