Öll skinn seld undir kostnaðarverði
Þrátt fyrir að öll skinn hafi selst á uppboði Köbenhagen Furs og þokkaleg sala hafi verið fyrsta uppboðsdaginn hjá Saga Furs er verð enn undir kostnaðarverði.
Þrátt fyrir að öll skinn hafi selst á uppboði Köbenhagen Furs og þokkaleg sala hafi verið fyrsta uppboðsdaginn hjá Saga Furs er verð enn undir kostnaðarverði.
Um miðjan ágúst næstkomandi er væntanlegur til landsins hópur danskra fjárfesta sem hafa áhuga á að skoða möguleika á minkaeldi hér á landi. Hugmynd fjárfestanna er annaðhvort að kaupa bú í rekstri og eða byggja nýtt frá grunni.
Loðdýrarækt eyðir að stórum hluta þeim sláturafurðum, sem við í dag borðum ekki sjálf og eru að mestu leyti urðuð með miklum kostnaði fyrir kjötiðnaðinn, sem að sjálfsögðu leggst á neytendur. T.d. kjúklingur, sem er vinsæll matur, nýtist okkur ekki nema um 40%, rest er urðuð.
Verð á minkaskinnum hefur verið lágt undanfarin þrjú ár, en árið í ár var verst þar sem söluverðið náði ekki nema um helmingi þess verðs sem kostar að framleiða hvert skinn. Verðfallið er minkabændum erfitt. Fimm minkabændur eru hættir frá því í nóvember og líklegt að fleiri bregði búi á næstu vikum.
Íslenskir minkabændur hafa á síðasta áratug náð þeim árangri að framleiða einhver bestu minkaskinn í heimi. Þar hafa einungis Danir og stundum Norðmenn staðið örlítið framar. Á bak við þennan árangur liggur þrotlaust þróunarstarf og þekkingaröflun.
Hrun blasir við í minkarækt á Íslandi ef ekkert verður að gert. Ljóst er að við fjöldagjaldþrot í greininni munu tapast gríðarleg verðmæti í búrum, búnaði, þekkingu og dýrmætri reynslu.
Skinnauppboð Kopenhagen Furs lauk síðastliðinn sunnudag. Um 70% þeirra skinna sem voru til sölu á uppboðinu seldust og er það dræm sala. Verð á skinnum lækkaði um 4% frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar.
Íslenskir loðdýrabændur sem og danskir hafa áhyggjur af þeirri stefnu norskra stjórnvalda að leggja niður loðdýraræktina fyrir árið 2025. Bent er á að í henni felist mikill tvískinnungur hvað varðar náttúruverndarsjónarmið frjálslynda flokksins Venstre.
Skinnauppboð, Köbenhagen Fur, hófst í Kaupmannahöfn 20. júní og stendur fram á miðvikudag í næstu viku. Minkaskinn til sölu á uppboðinu eru 7,1 milljón og kaupendur 600. Framleiðsla á minkaskinnum á Íslandi er um 190 þúsund árið 2016.
Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína hefur tekið gildi og samhliða því breyting á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti.
Öll skinn sem í boði voru á fyrsta uppboði ársins hjá Köbenhagen Furs seldust upp og verð var yfirleitt hærra en á síðasta uppboði að sögn Einars E. Einarssonar, ráðunauts hjá RML og loðdýrabónda að Syðra- Skörðugili í Skagafirði.