Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar
Fréttir 6. júlí 2018

Þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skinnauppboð Kopenhagen Furs lauk síðastliðinn sunnudag. Um 70% þeirra skinna sem voru til sölu á uppboðinu seldust og er það dræm sala. Verð á skinnum lækkaði um 4% frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð sem verð lækkar.

Einar E. Einarsson, formaður Félags loðdýrabænda, segir að júníuppboð Kopenhagen Fur sé eitt af stærri skinnauppboðum ársins og að þessu sinni hafi verið boðin upp um 7,5 milljón skinn. „Um 70% af skinnunum sem voru í boði seldust, sem er lítið því að yfirleitt seljast þau 100%. Ég er ekki kominn með töluna fyrir íslensku skinnin en á von á að söluhlutfall þeirra sé svipað.

4% lækkun

Auk þess sem salan var dræm lækkaði verðið um 4% í erlendri mynt frá síðasta uppboði og er þetta þriðja uppboðið í röð þar sem verðið lækkar og lækkun í heild frá því fyrir ári um 10%.

Ég átti svo sem ekki von á miklum breytingum núna frá síðasta uppboði en að sjálfsögðu eru það vonbrigði að skinnin skuli ekki seljast og að verð sé enn að lækka.“

Einar segir að Íslendingar framleiði um 150 þúsund skinn á ári og líklegt að við höfum átt um 50 þúsund skinn á uppboðinu. „Meðalkostnaður við framleiðslu á hverju skinni er um 6.000 krónur íslenskar og við eru að fá um 3.400 krónur fyrir hvert skinn á uppboðinu núna.“

Verð undir framleiðslukostnaði

„Eins og gefur að skilja eru margir að bugast undan verðinu og ekki síst vegna þess að þetta er þriðja árið í röð þar sem verðið sem við fáum fyrir skinnin er undir framleiðslukostnaði. Auk þess sem núna fer saman lágt heimsmarkaðsverð og hátt gengi krónunnar. Dæmi um hversu illa hátt gengi krónunnar hefur leikið loðdýrabændur hér á landi er að á síðasta ári hækkaði heimsmarkaðsverð á skinnum um 11% milli ára í erlendri mynt en lækkaði um 3% í íslenskum krónum,“ segir Einar.

Ástæða lækkunarinnar á júníuppboðinu er að framleiðsla og framboð á skinnum undanfarin ár hefur verið mjög mikil. Verð fyrir skinn var mjög hátt 2010 til 2013 og í kjölfarið jókst framleiðslan mikið í Kína og mörgum löndum Evrópu og það sprengdi markaðinn.

Loðdýrabændum á Íslandi hefur fækkað undanfarin ár og þeir eru 18 í dag og segir Einar að hljóðið í mörgum þeirra sé orðið þungt og líklegt að sumir þeirra muni bregða búi fljótlega fari ekki að rofa til á markaðinum.
    

Skylt efni: Loðdýr | skinnauppboð

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...