Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Á flestan hátt jákvætt
Fréttir 20. janúar 2015

Á flestan hátt jákvætt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Öll skinn sem í boði voru á fyrsta uppboði ársins hjá Köbenhagen Furs seldust upp og verð var yfirleitt hærra en á síðasta uppboði að sögn Einars E. Einarssonar, ráðunauts hjá RML og loðdýrabónda að Syðra- Skörðugili í Skagafirði.

„Uppboðið var á flestan hátt mjög jákvætt. Kaupendur voru tæplega fjögur hundruð og uppboðið hófst á sölu á refaskinnum sem hefði mátt ganga betur. Minkaskinn seldust aftur á móti mjög vel, sum skinnin hækkuðu en önnur lækkuðu frá síðasta uppboði og minkaskinnin seldust upp. Skinnin sem hækkuðu mest voru sjaldgæfustu litirnir og hækkunin á sumum þeirra í kringum 20%. Svo mikil hækkun er samt villandi og á ekki við um megnið af skinnunum þar sem framboðið á sjaldgæfustu litunum er mjög lítið,“ segir Einar.

Kaupglaðir kaupendur

Á Íslandi er framleitt mest af brúnum skinnum og verðið á þeim lækkaði um 8% en á móti kom að þau seldust öll upp. „Þrátt fyrir það var uppboðið mun betra en ég átti von á enda kaupendur kaupglaðir að mínu mati.“

Einar segir að uppboðið núna geti bent til að næsta uppboð sem verður 8. til 15. febrúar geti líka verið gott en lengra nái það ekki. „Markaðurinn er mjög breytilegur og ómögulegt að segja hvernig hann þróast þegar líður á árið.“

Lítið um íslensk skinn

Að sögn Einars voru ekki nema tæp 9.000 íslensk skinn á uppboðinu að þessu sinni en yfir árið eru þau um 190.000. „Skilafresturinn fyrir fyrsta uppboð ársins er okkur óhagstæður og því erfitt fyrir Íslendinga að senda mikið af skinnum á það.“

Einar segir erfitt að bera saman verðið sem fékkst fyrir íslensku skinnin og skinn frá öðrum löndum þar sem íslensku skinnin hafi verið fjölbreytt og í litlum einingum. Hann segist aftur á móti eiga von á að það verði milli 20 og 30 þúsund íslensk skinn á uppboðinu í febrúar og að eftir það verði hægt að bera saman verð á íslenskum skinnum og skinnum frá öðrum löndum.

Gott fyrir sálina

„Í mínum huga var þetta uppboð fyrst og fremst gott fyrir sálartetrið og vekur hjá mönnum bjartsýni um framhaldið. Skinnin seldust og oftar en ekki á hærra verði en á síðasta uppboði.
Markaðurinn er fyrir hendi og tískukóngar í auknum mæli farnir að nota skinn í sína hönnun og vetur að ganga í Kína og þá eykst eftirspurnin,“ segir Einar E. Einarsson, ráðunautur og loðdýrabóndi.

Skylt efni: Köbenhagen Fur | Loðdýr

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...