Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína tekur gildi
Fréttir 22. júní 2015

Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína tekur gildi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína hefur tekið gildi og samhliða því breyting á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Í reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína  er m.a. kveðið á um á hvaða svæðum má byggja eldishús og um varnir gegn mengun og fjarlægðarmörk.

Meginreglan er að eldishús skuli byggja á svæðum sem skipulögð eru fyrir landbúnað, iðnað eða þar sem hefur verið mörkuð stefna í aðalskipulagi um staðsetningu eldishúsa. Sveitarstjórn á að taka ákvarðanir um fjarlægðir að teknu tilliti til hugsanlegra umhverfisþátta, í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar en þar eru settar fram lágmarksfjarlagðir að teknu tilliti til mengunarálags og hollustuhátta.

Fram að þessu hefur gilt sú regla að fjarlægðarmörk fyrir loðdýrabú, alifuglabú og svínabú séu 500 metrar frá mannabústöðum, matvælafyrirtækjum eða vinnustöðum annarra en sjálfs búsins. Undanfarin ár hefur ráðherra veitt undanþágur til eldisbúa,  eins og heimilt er samkvæmt lögum, að teknu tilliti til stærðar þeirra, tegundar eldis, tæknibúnaðar og fjarlægðar frá aðliggjandi byggð og hefur komið í ljós að ekki er unnt að hafa ein fjarlægðarmörk fyrir allt eldi. Með nýrri reglugerð eru sett mismunandi fjarlægðamörk að teknu tilliti til tegundar eldis, eðlis og umfangs.


Þá er í reglugerðinni fjallað um mengunarvarnir og kveðið á um að fara skuli eftir bestu fáanlegu tækni við hönnun og byggingu eldishúsa.

Reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína.

Skylt efni: Dýrahald | alifuglar | Loðdýr | Svín

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...