Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína tekur gildi
Fréttir 22. júní 2015

Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína tekur gildi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína hefur tekið gildi og samhliða því breyting á reglugerð nr. 941/2002 um hollustuhætti. Í reglugerð um eldishús alifugla, loðdýra og svína  er m.a. kveðið á um á hvaða svæðum má byggja eldishús og um varnir gegn mengun og fjarlægðarmörk.

Meginreglan er að eldishús skuli byggja á svæðum sem skipulögð eru fyrir landbúnað, iðnað eða þar sem hefur verið mörkuð stefna í aðalskipulagi um staðsetningu eldishúsa. Sveitarstjórn á að taka ákvarðanir um fjarlægðir að teknu tilliti til hugsanlegra umhverfisþátta, í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar en þar eru settar fram lágmarksfjarlagðir að teknu tilliti til mengunarálags og hollustuhátta.

Fram að þessu hefur gilt sú regla að fjarlægðarmörk fyrir loðdýrabú, alifuglabú og svínabú séu 500 metrar frá mannabústöðum, matvælafyrirtækjum eða vinnustöðum annarra en sjálfs búsins. Undanfarin ár hefur ráðherra veitt undanþágur til eldisbúa,  eins og heimilt er samkvæmt lögum, að teknu tilliti til stærðar þeirra, tegundar eldis, tæknibúnaðar og fjarlægðar frá aðliggjandi byggð og hefur komið í ljós að ekki er unnt að hafa ein fjarlægðarmörk fyrir allt eldi. Með nýrri reglugerð eru sett mismunandi fjarlægðamörk að teknu tilliti til tegundar eldis, eðlis og umfangs.


Þá er í reglugerðinni fjallað um mengunarvarnir og kveðið á um að fara skuli eftir bestu fáanlegu tækni við hönnun og byggingu eldishúsa.

Reglugerð nr. 520/2015 um eldishús alifugla, loðdýra og svína.

Skylt efni: Dýrahald | alifuglar | Loðdýr | Svín

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast
Fréttir 11. apríl 2025

Bændur fá tjónastuðning eftir kuldakast

Ríkisstjórnin hefur samþykkt að tillögu Hönnu Katrínar Friðriksson atvinnuvegará...

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025
Fréttir 11. apríl 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025

Hvatningarverðlaun skógræktar 2025 voru veitt við hátíðlega athöfn í Kvikunni, m...

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga
Fréttir 11. apríl 2025

Vill aukið fjármagn til næstu búvörusamninga

Trausti Hjálmarsson, formaður Bændasamtaka Íslands, segist sakna þess að fastar ...

Slæm staða á Reykjum
Fréttir 11. apríl 2025

Slæm staða á Reykjum

Soffía Sveinsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Suðurlands (FSu), hefur sent ...

Jafnvægisverð 250 krónur
Fréttir 10. apríl 2025

Jafnvægisverð 250 krónur

Markaður með greiðslumark í mjólk var haldinn þann 1. apríl og náðu viðskiptin y...

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva
Fréttir 10. apríl 2025

Boðar nýtt frumvarp um samruna afurðastöðva

Atvinnuvegaráðherra segist munu leggja fram eigið frumvarp sem leyfi samruna kjö...

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari
Fréttir 10. apríl 2025

Aðsteðjandi ógnir æ flóknari og fjölþættari

Vaxandi vilji er meðal norrænu þjóðanna til að fara í samstarf um viðbúnað og ne...

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda
Fréttir 10. apríl 2025

Áhyggjur af nýliðun í bændastétt og afkomuvanda

Fundaferð Bændasamtaka Íslands og atvinnuvegaráðherra lauk í gær. Helstu málefni...