Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Mynd / HKr
Fréttir 9. september 2021

Bann við sölu loðskinna andstætt fríverslunarsamningi við Bretland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum.

Slíkt bann gæti að mati Íslands brotið í bága við grundvallarreglur um viðskiptafrelsi og gildandi viðskiptasamninga.

Að því er fram kemur í breska blaðinu Daily Telegraph bauð ráðuneyti umhverfis-, matvæla- og dreifbýlismála í Bretlandi (Defra) utanaðkomandi aðilum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðu um mögulegt innflutningsbann á loðdýraafurðir snemmsumars.

Áður hafði verið greint frá því að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherra Bretlands og yfirlýstur dýraverndunarsinni, og Goldsmith lávarður, ráðherra dýraverndunarmála á Bretlandseyjum, berðust fyrir slíku banni.

Samskipti Íslands og Defra

Samkvæmt upplýsingum frá utan­ríkis­ráðuneytinu brugðust íslensk stjórnvöld við málaleitan breska umhverfisráðuneytisins og komu á framfæri almennum sjónarmiðum Íslands í málinu. Þar var bent á að ef innflutningsbann væri lagt á væri það andstætt þeim markmiðum sem lagt væri upp með í nýgerðum fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands. Afstaða Íslands byggist á grundvallarreglu um viðskiptafrelsi og efni gildandi viðskiptasamninga, það er að ríki ættu frekar að skoða aðrar leiðir til að ná fram markmiðum sínum áður en gripið er til innflutningsbanns.

Í erindi sem utanríkisráðuneytið sendi til breska umhverfisráðuneytisins og Telegraph hefur undir höndum segir að ráðuneytið vilji koma því á framfæri að Ísland myndi mótmæla ráðstöfunum sem hamla viðskiptum og koma til framkvæmda án fullnægjandi rökstuðnings.
Í bréfinu kemur fram að bann við sölu loðdýraskinna kunni einnig að brjóta í bága við reglur

Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þær reglur setja aðildarríkjum stofnunarinnar þröngar skorður þegar kemur að því að banna innflutning á lögmætum framleiðsluvörum.

Kanada fylgist með

Í Telegraph segir að yfirvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau munu fylgjast grannt með þróun á sölu loðdýraskinna á Bretlandseyjum og sagt að þau telji ekki að bann á sölu þeirra sé besta leiðin til að bæta velferð loðdýra. Ábendingin frá Kanada kemur á sama tíma og þjóðirnar eiga í samningaviðræðum um viðskipti upp á um 20 milljarða punda á ári.

Skaðar samskipti við viðskiptalönd

Frank Zilberkweit, formaður bresku loðdýrasamtakanna, segir einnig í Telegraph að samtökin hafi lengi varað við að bann á sölu loðdýraskinna mundi skaða samskipti Breta við náin viðskiptalönd sín. Þar á meðal Bandaríkin, Kanada, fjölda landa í Evrópu og þar á meðal Ísland.

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar
Fréttir 29. október 2024

Útrunnið hráefni til diskósúpugerðar

Slow Food Reykjavík hélt hátíð í garðskála Grasagarðs Reykjavíkur dagana 18. og ...

Dagur sauðkindarinnar
Fréttir 29. október 2024

Dagur sauðkindarinnar

Þann 12. október síðastliðinn var dagur sauðkindarinnar í Rangárvallasýslu haldi...

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins
Fréttir 29. október 2024

Nýr formaður Lífeyrissjóðsins

Vala Valtýsdóttir er nýr formaður stjórnar Lífeyrissjóðs bænda. Aukaaðalfundur s...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 28. október 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu
Fréttir 28. október 2024

Stjórnvöld þurfi að styðja aukna matvælaframleiðslu

Auka þarf innlenda matvælaframleiðslu um 45–55 prósent næstu þrjátíu árin til að...

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé
Fréttir 28. október 2024

Vel gengur að rækta riðuþolið sauðfé

Innleiðing á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum gegn riðu í sauðfé gengur...

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju
Fréttir 25. október 2024

Umsóknum fækkaði um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Umsóknum um styrki vegna útiræktunar grænmetis fækkaði um fimm frá fyrra ári.

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast
Fréttir 25. október 2024

Sláturhús Hellu og Esja gæðafæði sameinast

Kennitala Sláturhússins á Hellu hefur verið afskráð og verður reksturinn færður ...