Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum
Mynd / HKr
Fréttir 9. september 2021

Bann við sölu loðskinna andstætt fríverslunarsamningi við Bretland

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslensk stjórnvöld hafa lýst yfir andstöðu við hugmyndir um bann við sölu á loðdýraskinnum á Bretlandseyjum.

Slíkt bann gæti að mati Íslands brotið í bága við grundvallarreglur um viðskiptafrelsi og gildandi viðskiptasamninga.

Að því er fram kemur í breska blaðinu Daily Telegraph bauð ráðuneyti umhverfis-, matvæla- og dreifbýlismála í Bretlandi (Defra) utanaðkomandi aðilum að koma sjónarmiðum sínum á framfæri vegna umræðu um mögulegt innflutningsbann á loðdýraafurðir snemmsumars.

Áður hafði verið greint frá því að Carrie Johnson, eiginkona forsætisráðherra Bretlands og yfirlýstur dýraverndunarsinni, og Goldsmith lávarður, ráðherra dýraverndunarmála á Bretlandseyjum, berðust fyrir slíku banni.

Samskipti Íslands og Defra

Samkvæmt upplýsingum frá utan­ríkis­ráðuneytinu brugðust íslensk stjórnvöld við málaleitan breska umhverfisráðuneytisins og komu á framfæri almennum sjónarmiðum Íslands í málinu. Þar var bent á að ef innflutningsbann væri lagt á væri það andstætt þeim markmiðum sem lagt væri upp með í nýgerðum fríverslunarsamningi Íslands og Bretlands. Afstaða Íslands byggist á grundvallarreglu um viðskiptafrelsi og efni gildandi viðskiptasamninga, það er að ríki ættu frekar að skoða aðrar leiðir til að ná fram markmiðum sínum áður en gripið er til innflutningsbanns.

Í erindi sem utanríkisráðuneytið sendi til breska umhverfisráðuneytisins og Telegraph hefur undir höndum segir að ráðuneytið vilji koma því á framfæri að Ísland myndi mótmæla ráðstöfunum sem hamla viðskiptum og koma til framkvæmda án fullnægjandi rökstuðnings.
Í bréfinu kemur fram að bann við sölu loðdýraskinna kunni einnig að brjóta í bága við reglur

Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Þær reglur setja aðildarríkjum stofnunarinnar þröngar skorður þegar kemur að því að banna innflutning á lögmætum framleiðsluvörum.

Kanada fylgist með

Í Telegraph segir að yfirvöld í Kanada hafa lýst því yfir að þau munu fylgjast grannt með þróun á sölu loðdýraskinna á Bretlandseyjum og sagt að þau telji ekki að bann á sölu þeirra sé besta leiðin til að bæta velferð loðdýra. Ábendingin frá Kanada kemur á sama tíma og þjóðirnar eiga í samningaviðræðum um viðskipti upp á um 20 milljarða punda á ári.

Skaðar samskipti við viðskiptalönd

Frank Zilberkweit, formaður bresku loðdýrasamtakanna, segir einnig í Telegraph að samtökin hafi lengi varað við að bann á sölu loðdýraskinna mundi skaða samskipti Breta við náin viðskiptalönd sín. Þar á meðal Bandaríkin, Kanada, fjölda landa í Evrópu og þar á meðal Ísland.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...