Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Fjöldi bænda í miðríkjum Bandaríkjanna segja að stefna eða öllu heldur stefnuleysi í landbúnaðarmálum sé að draga úr þeim allan þrótt enda hafi kosningaloforð Trump reynst orðin tóm.
Fjöldi bænda í miðríkjum Bandaríkjanna segja að stefna eða öllu heldur stefnuleysi í landbúnaðarmálum sé að draga úr þeim allan þrótt enda hafi kosningaloforð Trump reynst orðin tóm.
Fréttir 3. júní 2019

Óveður og uppkaup jarða

Höfundur: Vilmundur Hansen

Um 450 þúsund hektarar af kornökrum og 34 þúsund af beitilandi í miðríkjum Banda­ríkjanna skemmdust vegna vatns sem huldi landið í kjölfar fellibyls sem gekk yfir ríkin í mars síðastliðnum. Stór mat­vælafyrirtæki kaupa upp jarðir í stórum stíl í von um nýjan markað í kjölfar Brexit.

Skemmdir í kjölfar flóðanna eru gríðarlegar, bæði á korni og vegna dauðs búfjár og mun hafa veruleg áhrif á afkomu margra bænda sem nú þegar eru skuldum hlaðnir.

Veðrið að breytast

Fulltrúi bænda á svæðinu segist aldrei hafa upplifað annað eins og að það eigi eftir að taka mörg ár að lagfæra verstu skemmdirnar. Hann segir að fellibylurinn hafi komið í kjölfar metkulda í janúar og óvæntrar snjókomu í febrúar.

Veðurfræðingar segja að loftslagsbreytingar séu farnar og munu í framtíðinni hafa veruleg áhrif til breytinga á landbúnaði í Bandaríkjunum. Spár gera ráð fyrir meiri öfgum í veðri í miðríkjunum og að víða muni verða erfitt að stunda landbúnað af þeim sökum.

Uppkaup risafyrirtækja í jörðum

Á sama tíma og bændur víða í miðríkjum Bandaríkjanna eiga erfiðara með að ná endum saman sjá stór matvælafyrirtæki sér hag í að kaupa upp jarðir og leigja þær leiguliðum. Uppkaup fyrirtækjanna stafa meðal annars af því að þau sjá fyrir sér nýjan markað í Bretlandi eftir að Brexit gengur að fullu í gildi.
Í samningum leiguliðanna kemur fram að þeim beri að framleiða það sem fyrirtækin segja þeim og oftar en ekki á fyrirfram ákveðnu verði og hefur slíkt þegar leitt til fjölgunar verksmiðjubúa til að halda kostnaði niðri. Leiguliðarnir bera aftur á móti sjálfir ábyrgð á uppskerunni og kostnaðinum ef hún bregst.

Smáforrit til að panta sæðingar
Fréttir 6. janúar 2025

Smáforrit til að panta sæðingar

Smáforritið Fang, sem er notað fyrir pantanir á sæðingum og skráningar fyrir frj...

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins
Fréttir 6. janúar 2025

Haukur er nýr formaður Gæðingadómarafélagsins

Haukur Bjarnason, bóndi á hrossaræktarbúinu Skáney í Reykholtsdal, er nýr formað...

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands o...

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu
Fréttir 3. janúar 2025

Framtakssjóður kaupir meirihluta í Örnu

Í haust keypti samlagsfélagið SÍA IV, framtakssjóður í rekstri sjóðstýringarfyri...

Hert á ferlunum
Fréttir 3. janúar 2025

Hert á ferlunum

Einfalda, hraða og stytta á ferli rammaáætlunar til að flýta fyrir orkuöflun í l...

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru
Fréttir 3. janúar 2025

Fyrstu seiðin komin í Viðlagafjöru

Framkvæmdir við uppbyggingu Laxeyjar á fiskeldi í Vestmanna­eyjum hafa gengið sa...

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð
Fréttir 2. janúar 2025

Framleiðsla graspróteins óhagstæð í náinni framtíð

Vænlegast þykir enn sem komið er að horfa til notkunar á verkuðu votheyi til nýt...

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð
Fréttir 2. janúar 2025

Kolefnismarkaðir fá lagalega umgjörð

Lagt er til að hugtakið kolefniseining verði skilgreint í lögum og að þær verði ...