Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði í Kaliforníu hertar
Fréttir 5. nóvember 2015

Reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði í Kaliforníu hertar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld í Kaliforníu hafa hert reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði verulega og eru reglurnar þær ströngustu í Bandaríkjunum. Reglurnar taka gildi í ársbyrjun 2018.

Markmið reglnanna er að draga úr notkun sýklalyfja í landbúnaði með því að gera notendum þeirra erfiðara að kaupa þau. Reglurnar eru settar vegna vaxandi hættu á lífshættulegum sýkingum í mönnum vegna fjölónæmra baktería. Notkun sýklalyfja í landbúnaði, bæði sem vaxtarhvata og til að fyrirbyggja sýkingar í búfé hafa orðið þess valdandi að komið hafa fram stofnar baktería sem eru með öllu ónæmar fyrir sýklalyfjum. Berist þannig ofurónæmar bakteríur í menn eru ekki til lyf sem vinna á þeim.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarna­miðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Bandaríska sóttvarnareftirlitið áætlar að þar í landi beri að minnsta kosti tvær milljónir manna í sér fjölónæmar bakteríur og að árlega deyi um 23.000 manns af þeirra völdum.

Um 70% af öllum sýklalyfjum sem notuð eru í baráttunni við sýkingu hjá mönnum eru einnig notuð við kjöt- og mjólkurframleiðslu í Norður-Ameríku. Mörg af þessum lyfjum eru ekki lyfseðilsskyld og hafa lengi verið notuð í landbúnaði.

Fjöldi veitingahúsa í Banda­rík­j­­­unum hafa lýst yfir að þau ætli að hætta að kaupa kjöt af framleiðendum sem noti sýklalyf í óhófi. Í mars síðastliðinn gaf McDonald’s í Bandaríkjunum út yfirlýsingu um að keðja ætlaði að hætta að selja kjöt af kjúklingum sem væru gefin sýklalyf til að auka vaxtarhraða þeirra. 

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...