Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði í Kaliforníu hertar
Fréttir 5. nóvember 2015

Reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði í Kaliforníu hertar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Stjórnvöld í Kaliforníu hafa hert reglur um notkun sýklalyfja í landbúnaði verulega og eru reglurnar þær ströngustu í Bandaríkjunum. Reglurnar taka gildi í ársbyrjun 2018.

Markmið reglnanna er að draga úr notkun sýklalyfja í landbúnaði með því að gera notendum þeirra erfiðara að kaupa þau. Reglurnar eru settar vegna vaxandi hættu á lífshættulegum sýkingum í mönnum vegna fjölónæmra baktería. Notkun sýklalyfja í landbúnaði, bæði sem vaxtarhvata og til að fyrirbyggja sýkingar í búfé hafa orðið þess valdandi að komið hafa fram stofnar baktería sem eru með öllu ónæmar fyrir sýklalyfjum. Berist þannig ofurónæmar bakteríur í menn eru ekki til lyf sem vinna á þeim.

Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, Evrópusambandið og Smitvarna­miðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Bandaríska sóttvarnareftirlitið áætlar að þar í landi beri að minnsta kosti tvær milljónir manna í sér fjölónæmar bakteríur og að árlega deyi um 23.000 manns af þeirra völdum.

Um 70% af öllum sýklalyfjum sem notuð eru í baráttunni við sýkingu hjá mönnum eru einnig notuð við kjöt- og mjólkurframleiðslu í Norður-Ameríku. Mörg af þessum lyfjum eru ekki lyfseðilsskyld og hafa lengi verið notuð í landbúnaði.

Fjöldi veitingahúsa í Banda­rík­j­­­unum hafa lýst yfir að þau ætli að hætta að kaupa kjöt af framleiðendum sem noti sýklalyf í óhófi. Í mars síðastliðinn gaf McDonald’s í Bandaríkjunum út yfirlýsingu um að keðja ætlaði að hætta að selja kjöt af kjúklingum sem væru gefin sýklalyf til að auka vaxtarhraða þeirra. 

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...