Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Samar í Noregi unnu tímamótasigur fyrir hæstarétti Noregs þann 11. október þegar hann svipti vindmyllugarða Storheia og Roan á Fosen svæðinu starfsleyfum. Ástæðan er brot á mannréttindum Sama til að stunda þar hreindýrarækt samkvæmt 27. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Samar í Noregi unnu tímamótasigur fyrir hæstarétti Noregs þann 11. október þegar hann svipti vindmyllugarða Storheia og Roan á Fosen svæðinu starfsleyfum. Ástæðan er brot á mannréttindum Sama til að stunda þar hreindýrarækt samkvæmt 27. grein Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Mynd / RemoNews
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum árum, eða sem nemur 6,1 TWh. Nú er uppsett afl í vindorku í Noregi 4,2 gígawött sem skilaði að meðaltali 14 TWh á þriðja ársfjórðungi. Andstaða við vindmylluskógana fer þó vaxandi í landinu.

Í október svipti hæstiréttur Noregs vindorkugarða Storheia og Roan á Fosen svæðinu starfsleyfum. Þessir vindmyllugarðar hafa verið með framleiðslugetu upp á 544 megawött.

Brot á mannréttindasáttmála

Ástæða sviptingarinnar eru þær að gengið hafi verið á rétt Sama á svæðinu sem valdi truflun á þeirra hreindýraeldi. Er þar vísað til 27. greinar Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna um almenn og pólitísk réttindi manna. Vindmyllurnar munu þó fá að snúast eitthvað áfram.

Beintenging við Evrópu hefur margfaldar raforkuverð

Í Noregi er staðan orðin þannig að raforkuverð hefur margfaldast í takt við beintengingu raforkukerfisins við megin raforkukerfi ESB. Á þriðja ársfjórðungi 2021 framleiddu Norðmenn 32,7 terawattstundir af raforku í sínum vatns- og vindorkuverum. Það er samt 6% minni framleiðsla en á síðasta ári. Koma þessar fréttir í kjölfar frétta af lægstu vatnsstöðu í lónum í vor í 20 ár eftir þurran vetur.

Innanlandsnotkun nam alls 27,5 TWh á þriðja ársfjórðungi, sem er nánast óbreytt frá fyrra ári. Norsk orkufyrirtæki sáu samt augljósan kost í því að framleiða eins mikið af raforku með vatnsafli og mögulegt var í sumar þegar orkuverð hafði snarhækkað vegna orkuskorts í Evrópu. Allir voru sagðir græða á stöðunni, líka norskur almenningur. Nýr rafstrengur til Bretlands jók enn á gróðavæntingar Norðmanna vegna raforkuútflutnings. Um leið var gengið snarlega á uppistöðulón í Noregi enda rigndi lítið í Noregi í sumar.

Í október var raforkuverð til heimila í sunnanverðum Noregi orðið þrisvar sinum hærra en venjulega. Eru margir Norðmenn því sagðir kvíða komandi vetri.

Sumir farnir að efast um ágæti raforkuútflutnings

Fullyrt hefur verið að Norðmenn þurfi ekkert að óttast því hægt sé að kaupa inn raforku frá Evrópu þegar verð er hagstætt og nægur vindur blæs til að knýja vindmyllur við Norðursjó. Þá sé hægt að hvíla uppistöðulónin. Sú staða hefur bara ekki komið upp og að sögn fréttastofu Reuters eru sumir þingmenn farnir að efast og telja að best væri fyrir Norðmenn að nýta sína raforku heima fyrir.

Nú er veruleikinn sá að við lok september, þegar þriðja ársfjórðungi lauk, mældist fylling uppistöðulóna í landinu 68,4%. Það er lægsta gildi sem sést hefur á þessum árstíma síðan þurrkaárið 2006. Fram undan eru kaldir vetrardagar

Enn bætt í orkuframleiðslu til útflutnings

Norsk orkuyfirvöld halda samt áfram á sömu braut. Gert er ráð fyrir að lokið verði við að auka raforkuframleiðslu fyrir áramót um sem nemur 4,1 terawattstund (TWh) í vatnsafli og vindorku. Eigi að síður er farið að tala um að þessi áætlun geti tafist fram á næsta ár samkvæmt frétt regluverkseftirlits Norðmanna, NVE, sem er líka undir eftirliti ACER eftir innleiðingu á orkupakka 3 í Noregi. Í heild er verið að tala um raforkuframleiðsluaukningu í Noregi upp á 5,5 TWh í vatns- og vindorku sem á að vera lokið 2025. Þar af eiga vindmyllur á landi að skila 3,7 TWh og 1,7 TWh eru fyrirhuguð í vatnsorku. 

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...