Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Horfið er frá því markmiði að útrýma riðusmitefninu sjálfu en megináhersla lögð á að útrýma veikinni með ræktun á riðuþolnum kindum með verndandi arfgerðum og er stefnt að riðuveikilausu Íslandi árið 2044.

Áætlunin var unnin af starfshópi sem skipaður var í janúar 2024. Áfram verður haldið með aðgerðir til að hefta útbreiðslu á smitefninu. Þær verða hins vegar áhættumiðaðar og beint að tilteknum áhættuflokkuðum bæjum, í stað þess að þær beinist jafnt að öllum bæjum í viðkomandi varnarhólfi. Í greinargerð með áætluninni segir að sjö ára tímaviðmið verði tekið upp fyrir hina áhættuflokkuðu eða sýktu bæi í stað 20 ára sem giltu áður fyrir varnarhólfin, en fyrirmyndin sé sótt í Evrópusambandsreglur um riðuveiki sem varða viðskipti með fé á milli landa. Auk þess séu sjö ár tvöfaldur meðalmeðgöngutími riðuveikismits.

„Landsáætlunin gerir ráð fyrir flokkun á riðubæjum, áhættubæjum og öðrum bæjum í áhættuhólfi auk allra bæja landsins. Sett eru tímasett ræktunarmarkmið fyrir hvern flokk. Öllum sauðfjáreigendum verður gert skylt að rækta gegn riðuveiki í samræmi við stefnur og markmið sem sett eru í landsáætluninni. Miðað er við að ræktunarmarkmiðum verði náð fram með jákvæðum hætti; stuðningi, hvatningu og viðurkenningum. Gert er ráð fyrir að bætur taki mið af framgangi ræktunar miðað við ræktunarmarkmiðin, þannig að þeir bændur sem ekki fylgja áætluninni geti glatað rétti til bóta að hluta eða öllu leyti, sem er í samræmi við þá almennu reglu að fólki beri að takmarka tjón sitt sé þess kostur,“ segir í greinargerðinni.

Stefnt er að því að innan 20 ára hafi riðuveiki í sauðfé á Íslandi verið útrýmt, að þá hafi ekki greinst riðuveiki i neinni sauðfjárhjörð í sjö ár samfellt. Sömuleiðis er stefnt að því að Ísland hljóti viðurkenningu Evrópusambandsins árið 2032 um að hverfandi líkur séu á að upp komi riðuveiki í sauðfjárhjörð hér á landi og að því að litlar líkur séu á að upp komi riðuveiki í sauðfjárhjörð á Íslandi frá og með árinu 2028.

Þessari stefnu er ætlað að ná fram með ræktun á verndandi og mögulega verndandi arfgerðum, smitvörnum, vöktun og viðbrögðum sem felast í aðgerðum til upprætingar smitefnis þegar upp kemur riðuveiki og nánar er lýst í áætluninni.

Skylt efni: riða | riða í sauðfé

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...