Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
Mynd / Brynjólfur Jónsson
Fréttir 16. október 2023

Rótfast í hamförum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tré ársins 2023 er 11 metra hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér hamfarirnar í skriðuföllunum árið 2020.

Tré ársins er vel rótfast 11 m hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér skriðuföllin þar árið 2020.

Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn 10. september sl. Það er sitkagreni (Picea sitchensis) ofan við Hafnargötu 32. Tréð er 10,9 m á hæð, með ummál upp á 90,5 cm í brjósthæð. Hjónin Haraldur Aðalsteinsson og Sigurbjörg Björns- dóttir gróðursettu tréð árið 1975, en þau bjuggu í húsinu Sandfelli, sem nú er horfið.

Gróskumikið starf á landsvísu

Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands segir að félagið útnefni árlega Tré ársins. Með því er sjónum almennings beint að gróskumiklu starfi á landsvísu í trjá- og skógrækt og bent á menningarlegt gildi einstakra trjáa.

Ávörp fluttu Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf. sem er bakhjarl verkefnisins, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, sem þakkaði Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi sérstaklega fyrir að hafa stungið upp á trénu sem verðugu Tré ársins.

Stóð stóru skriðuna árið 2020 af sér

Vakti athygli Helga að tréð hafði staðið stóru skriðuna árið 2020 af sér en hamfarirnar hrifu þá með sér bæði hús og annan yngri trjágróður á svæðinu þar sem tréð stendur nú stakt, fast á sinni rót. Hefur tréð því töluvert tilfinningalegt gildi fyrir íbúa Seyðisfjarðar og er ákveðinn minnisvarði um hamfarirnar.

Seyðfirðingar geta státað af öðru Tré ársins, frá 2004, en það er evrópulerki (Larix decidua) við Hafnargötu 48.

Skylt efni: sitkagreni | tré ársins

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...