Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
Frá útnefningu Trés ársins: F.v. Hafberg Þórisson, bakhjarl Trés ársins, Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings með viðurkenningaskjalið og Helgi Hallgrímsson náttúrufræðingur
Mynd / Brynjólfur Jónsson
Fréttir 16. október 2023

Rótfast í hamförum

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Tré ársins 2023 er 11 metra hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér hamfarirnar í skriðuföllunum árið 2020.

Tré ársins er vel rótfast 11 m hátt sitkagreni á Seyðisfirði og stóð af sér skriðuföllin þar árið 2020.

Tréð var formlega útnefnt við hátíðlega athöfn 10. september sl. Það er sitkagreni (Picea sitchensis) ofan við Hafnargötu 32. Tréð er 10,9 m á hæð, með ummál upp á 90,5 cm í brjósthæð. Hjónin Haraldur Aðalsteinsson og Sigurbjörg Björns- dóttir gróðursettu tréð árið 1975, en þau bjuggu í húsinu Sandfelli, sem nú er horfið.

Gróskumikið starf á landsvísu

Í tilkynningu frá Skógræktarfélagi Íslands segir að félagið útnefni árlega Tré ársins. Með því er sjónum almennings beint að gróskumiklu starfi á landsvísu í trjá- og skógrækt og bent á menningarlegt gildi einstakra trjáa.

Ávörp fluttu Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Hafberg Þórisson, eigandi Lambhaga ehf. sem er bakhjarl verkefnisins, og Björn Ingimarsson, sveitarstjóri Múlaþings, sem þakkaði Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi sérstaklega fyrir að hafa stungið upp á trénu sem verðugu Tré ársins.

Stóð stóru skriðuna árið 2020 af sér

Vakti athygli Helga að tréð hafði staðið stóru skriðuna árið 2020 af sér en hamfarirnar hrifu þá með sér bæði hús og annan yngri trjágróður á svæðinu þar sem tréð stendur nú stakt, fast á sinni rót. Hefur tréð því töluvert tilfinningalegt gildi fyrir íbúa Seyðisfjarðar og er ákveðinn minnisvarði um hamfarirnar.

Seyðfirðingar geta státað af öðru Tré ársins, frá 2004, en það er evrópulerki (Larix decidua) við Hafnargötu 48.

Skylt efni: sitkagreni | tré ársins

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...