Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Berglind Häsler með lífrænt vottaðar rófur frá Karlsstöðum í Berufirði.
Berglind Häsler með lífrænt vottaðar rófur frá Karlsstöðum í Berufirði.
Mynd / Úr einkasafni
Fréttir 30. apríl 2020

Rúnlega 80 prósent eru jákvæð gagnvart lífrænni framleiðslu

Höfundur: smh

Í dag var verkefninu Lífrænt Ísland ýtt úr vör, en um átaksverkefni er að ræða þar sem markmiðið er að efla og kynna lífræna framleiðslu á Íslandi. Í niðurstöðum könnunar á vegum verkefnisins, sem kynntar voru í dag, kemur fram að rúmlega 80 prósent þjóðarinnar eru jákvæð gagnvart lífrænni framleiðslu á Íslandi.

Berglind Häsler.

Um samstarfsverkefni er að ræða milli VOR – félags framleiðenda í lífrænum búskap, Bændasamtaka Íslands og Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins. VOR fer með framkvæmd verkefnisins og er Berglind Häsler verkefnastjóri. ,,Við hefjum átakið með því að kynna niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir unnu fyrir VOR. Þær benda heldur betur til þess að mikill áhugi og eftirspurn sé á lífrænni framleiðslu á Íslandi. Það er ánægjulegt að hefja þessa vegferð með svona miklum meðbyr, niðurstöðurnar gefa fullt tilefni til að hvetja til stórsóknar á lífrænni framleiðslu á Íslandi og að efla vitund um ágæti hennar meðal neytenda.” segir Berglind.

Í könnuninni kemur fram að aðeins 2,4 prósent eru neikvæð. Þá eru 77,2 prósent sem alltaf, oft eða stundum velja lífrænar íslenskar vörur fram yfir hefðbundnar íslenskar vörur.

Skiptir mestu að lífrænt er umhverfisvænt

Berglind segir að í stuttu máli megi segja að það sem skipti neytendur mestu máli varðandi lífræna framleiðslu er hversu umhverfisvæn hún er og að ekkert skordýraeitur er notað í framleiðslunni.

„Rætt hefur verið um nauðsyn þess að  að efla lífræna framleiðslu á Íslandi. Í dag er einungis um 1% ræktunarlands á Íslandi vottað lífrænt, mun lægra hlutfall en í þeim löndum sem við berum okkur gjarnan saman við. Í flestum Evrópulöndum hefur lífræn ræktun aukist gríðarlega á undanförnum árum, allt í takt við aukna eftirspurn neytenda.

Það eru margar ástæður fyrir því að velja lífrænt og líkt og niðurstöður könnunarinnar benda til skipta umhverfismál neytendur alltaf meira og meira máli. Í lífrænni ræktun er stunduð skiptiræktun og staðbundnar auðlindir nýttar við ræktunina. Þá eru notaðar náttúrulegar varnir í stað eiturefna gegn skordýrum og illgresi og erfðabreyttar lífverur bannaðar. Lífrænn áburður er notaður í stað tilbúins áburðar. Jafnramt gilda strangar reglur um noktun sýklalyfja og engin hormón eru notuð. Búfénaði er gefið lífrænt fóður og ítarlegar kröfur eru gerðar um góðan aðbúnað þeirra og útivist“ segir Berglind.

Meðal niðurstaðna úr könnuninni:

Helstu ástæður þess að fólk er jákvætt gagnvart lífrænni íslenskri framleiðslu:

  • Gott fyrir umhverfið - 24,6%
  • Hollt – 20,3%
  • Góður valkostur – 14%
  • Ekki eiturefni / aukaefni – 13,8 %


Hvað skipti mestu máli við val á lífrænum íslenskum vörum:

  • Ekkert skordýraeitur – 49,6%
  • Gæði – 48,3 %
  • Dýravelferð (t.d. aukið rými fyrir búfé) – 38,1%
  • Engar erfðabreyttar lífverur - 25,4%

Nánari upplýsingar um verkefnið Lífrænt Ísland og könnuna verður að finna vefsíðunni www.lifraentisland.is og á samnefndri Facebook-síðu verkefnisins.

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...

Fiðrildategund nefnd eftir Björk
Fréttir 15. nóvember 2024

Fiðrildategund nefnd eftir Björk

Skordýrafræðingurinn Harry Pavulaan hjá Nebraska-háskóla hefur nefnt nýja fiðril...