Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sæferðir munu reka Breiðafjarðarferjuna Baldur samkvæmt nýjum samningi við Vegagerðina.
Sæferðir munu reka Breiðafjarðarferjuna Baldur samkvæmt nýjum samningi við Vegagerðina.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. desember 2023

Sæferðir reka Baldur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæferðir hafa tekið að sér rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs og hóf nýr Baldur áætlunarsiglingar um Breiðafjörð um miðjan mánuð.

Í lok október var undirritaður samningur milli Vegagerðarinnar og Sæferða um rekstur ferjunnar.

Höfðu Sæferðir sinnt þjónustu við Flatey á Breiðafirði með skipinu Særúnu uns Baldur var tilbúinn, en hann var í slipp í Hafnarfirði um tíma þar sem gera þurfti breytingar á skipinu vegna væntanlegra ferjusiglinga. Segir í tilkynningu að settur hafi verið í skipið nýr þilfarskrani, landfestuvindur, björgunarbátar verið færðir, geymslusvæði útbúið á þilfari og skipið verið málað. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar.

„Þetta er búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar við undir- ritun samningsins. „En það hefur tekist mjög vel til. Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því.

Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar,“ sagði Bergþóra.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...