Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Sæferðir munu reka Breiðafjarðarferjuna Baldur samkvæmt nýjum samningi við Vegagerðina.
Sæferðir munu reka Breiðafjarðarferjuna Baldur samkvæmt nýjum samningi við Vegagerðina.
Mynd / Aðsend
Fréttir 13. desember 2023

Sæferðir reka Baldur

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Sæferðir hafa tekið að sér rekstur Breiðafjarðarferjunnar Baldurs og hóf nýr Baldur áætlunarsiglingar um Breiðafjörð um miðjan mánuð.

Í lok október var undirritaður samningur milli Vegagerðarinnar og Sæferða um rekstur ferjunnar.

Höfðu Sæferðir sinnt þjónustu við Flatey á Breiðafirði með skipinu Særúnu uns Baldur var tilbúinn, en hann var í slipp í Hafnarfirði um tíma þar sem gera þurfti breytingar á skipinu vegna væntanlegra ferjusiglinga. Segir í tilkynningu að settur hafi verið í skipið nýr þilfarskrani, landfestuvindur, björgunarbátar verið færðir, geymslusvæði útbúið á þilfari og skipið verið málað. Einnig hafi verið unnið að almennu viðhaldi véla og búnaðar.

„Þetta er búið að vera langt og strangt ferli að endurnýja Baldur,“ sagði Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar við undir- ritun samningsins. „En það hefur tekist mjög vel til. Við erum ánægð með nýja skipið og endurbæturnar sem gerðar hafa verið og væntum mikils af því.

Við gerum okkur vonir um að siglingar Baldurs á Breiðafirði reynist farsælar,“ sagði Bergþóra.

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...