Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015
Fréttir 23. febrúar 2015

Samdrætti spáð í sölu tækja til landbúnaðar á árinu 2015

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Móðurfélagið Deere & Co í Bandaríkjunum, sem er stærsti framleiðandi landbúnaðartækja í heiminum og framleiðir m.a. John Deere-dráttarvélarnar, spáir samdrætti í tækjasölu á árinu 2015. 

Er samdráttarspáin byggð á lækkandi verði á korni sem hefur fallið um 50% og sojabaunum sem fallið hafa í verði um 40%. Er því spáð að meðaltekjur bænda í Bandaríkjunum dragist saman um 14% á milli ára.

Samkvæmt frétt Bloomberg Business spáir samsteypan nú að nettó tekjur verði 1,19 milljarðar dollara sem er talsvert undir þeim 2,19 milljörðum dollara sem er meðaltal í spám 20 sérfræðinga fyrir Bloomberg. Leiddi nýja spáin strax til 3,9% verðfalls hlutabréfa í Deer & Co.

Mestum samdrætti spáð í sölu stórra dráttavéla

Er þar einkum tekið til sölu á stórum og fullkomnum landbúnaðartækjum, eins og 300 hestafla Deere 8R sem er m.a. með sjálfstýringu sem byggir á gervihnattaleiðsögukerfi. Hefur Deere & Co þegar dregið úr afkastagetu sinni og sagt upp hundruðum starfsmanna. Reiknar fyrirtækið með að salan dragist saman um 15% á yfirstandandi ári.  

John Deere söluhæsta tegundin í Bretlandi á annan áratug

Þess má geta að John Deere hefur um 15 ára skeið verið söluhæsta dráttarvélartegundin í Bretlandi og lengst af með um og yfir 30% markaðshlutdeild. Á hæla John Deer hefur komið New Holland og Massey Fergusson hefur verið að fikra sig upp í þriðja sætið þar sem Case IH hefur líka verið mjög öflugt merki. Er þetta gjörólíkt því sem verið hefur á íslenska markaðnum þar sem John Deere-nafnið er sjaldséð í sölutölum en Massey Fergusson söluhæsta tegundin. Á eftir þessum risum á breska markaðnum koma Claas, Kubota, Valtra, Deutz-Fahr, McCormick, Landini og JCB.

Þótt landbúnaðartækjaframleiðsla Deere & Co sé að dragast saman, þá er staðan ekki alvond fyrir samstæðuna á öðrum sviðum. Þannig fer salan á tækjum fyrir byggingageirann vaxandi í takt við batnandi efnahagsástand í Bandaríkjunum.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...