Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Samningar gerðir við landeigendur en engin verkútboð í sjónmáli
Mynd / Vegagerðin
Fréttir 28. júní 2017

Samningar gerðir við landeigendur en engin verkútboð í sjónmáli

Höfundur: MÞÞ / HKr.
Fyrstu samningarnir við landeigendur vegna nýs Hringvegar í Hornafirði voru undirritaðir nú í vor. Ekkert bólar þó á verkútboðum þó áætlað sé að verja um 200 milljónum króna í framkvæmdir á þessu ári.
 
Tillögur að vegalagningu m.a. yfir Hornafjarðarfljót sem lagðar voru fram til mats á umhverfisáhrifum í apríl 2009. Þarna má sjá legu leiða 1, 2 og 3 ásamt leið 3b (brotna rauða línan). Það var seinni útfærsla á leið 3 þegar búið er að taka tillit til ábendinga vegna áhrifa á hljóðvist, landnotkun, gróðurfar, fornleifar og fuglalíf.
 
Sveitarfélagið Hornafjörður hefur þegar veitt Vegagerðinni framkvæmdaleyfi. Að framkvæmdum loknum fækkar einbreiðum brúm á Hringvegi um þrjár auk þess sem hringvegurinn á milli Suðurlands og Austurlands styttist að minnsta kosti um 11 kílómetra. Talsvert kann þó að verða í að vegagerð yfir Hornafjarðarfljót ljúki, enda framkvæmdafé Vegagerðarinnar af skornum skammti til nýframkvæmda. Þá hefur enn ekki verið auglýst útboð vegna þessa verkefnis og ekki er að sjá á lista Vegagerðarinnar að útboð séu fyrirhuguð á næstunni.  
 
Einbreiðum brúm fækkar 
 
Nýr Hringvegur um Hornafjörð mun liggja á milli bæjanna Hólms og Dynjanda. Vegamót verða við núverandi Hringveg á móts við Hólm, tengingar að Brunnhóli og Einholti aðlagaðar nýjum vegi, tengivegur verður meðfram Djúpá, gerður verður varnargarður austan Hornafjarðarfljóta, ný vegamót verða við Hafnarveg og önnur vegamót við núverandi Hringveg austan Hafnarness. Jafnframt verða útbúnir áningarstaðir fyrir vegfarendur. 
 
Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...