Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 mánaða.
Sauðfjárafurðir
Fréttir 29. ágúst 2023

Sauðfjárafurðir

Höfundur: Sverrir Falur Björnsson
Framleiðsla á dilkakjöti

Árið 2022 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 7.408 tonn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi samdrætti í framleiðslu á þessu ári og að framleiðslan fari niður í 7.205 tonn. Árið 2017 var heildarframleiðsla á dilkakjöti um 9.206 tonn. Frá þeim tíma hefur framleiðsla dregist saman um nær 1.986 tonn, eða 22%. Yfir sama tímabil hefur sauðfé fækkað um 108.000 vetrarfóðraðar ær, eða 23%.

Afurðaverð

Reiknað afurðaverð fyrir haustið 2023 er 891 kr/kg sem er hækkun um 19% milli ára. Árið 2017 varð algjört hrun í afurðaverði og afkomu sauðfjárbúa. Sú hækkun afurðaverðs sem orðið hefur frá árinu 2017 gerir lítið annað en að leiðrétta þá stöðu.

Sala innanlands

Í lok júní 2023 var uppsöfnuð 12 mánaða sala 6.078 tonn af dilkakjöti, sem er nánast sama magn yfir sama tímabil árið áður. Samdráttur í sölu sem varð árið 2021, vegna Covid-19, er nú að mestu gengin til baka. Birgðir af kindakjöti eru í sögulegu lágmarki og allar líkur á því að sala hefði orðið meiri ef framboð væri nægt.

Útflutningur

Heildarútflutingur árið 2022 var 3.108 tonn, eða nánast sama magn og flutt var út árið áður. Frá áramótum hafa verið flutt út um 739 tonn fyrir um 1.052 milljónir. Meðalverð fyrir þennan útflutning er um 1.052 kr/kg. Meðalverð útflutnings hefur farið hækkandi undanfarin ár. Árið 2021 var meðalverðið 791 kr/kg og árið 2022 865 kr/kg. Verð á heimsmarkaði hefur lækkað nokkuð að undanförnu, en þó ekki þannig að hækkunin sem varð 2021 hafi að fullu gengið til baka. Á þessu árið er því spáð að verð haldist áfram há enda spáð aukinni eftirspurn en á sama tíma samdrætti í framleiðslu.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...