Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sérstaða íslensks landbúnaðar í brennidepli
Fréttir 13. mars 2019

Sérstaða íslensks landbúnaðar í brennidepli

Höfundur: TB

„Hver er sérstaða íslensks land­búnaðar?“ er yfirskrift opinnar ráðstefnu sem haldin verður í kjölfar ársfundar Bændasamtakanna á Hótel Örk í Hveragerði, föstu­daginn 15. mars milli klukkan 13 og 16. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og um kvöldið verður Bændahátíð á Örkinni.


Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, ávarpar ráðstefnu bænda.

Fjölbreyttir fyrirlestrar

Á ráðstefnunni mun Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, ræða um einstaka stöðu íslensks landbúnaðar er varðar smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi. Á eftir honum kemur Eiríkur Már Guðleifsson, viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu, sem fjallar um það hvernig talað er um lýðheilsu og matvælaframleiðslu.

Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap, fjallar um hvert lífræn framleiðsla er að stefna en á eftir henni koma þrír bændur og segja frá nýsköpun sem gengur út að markaðssetja sérstöðu okkar. Það eru þau Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli, sem framleiðir meðal annars repjuolíu og hafra og Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna. Í lokin mun Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi og bóndi í Gautavík, segja frá hvernig hefur gengið að selja búvörur beint til neytenda undir merkjum REKO.

Tímarit Bændablaðsins

Samhliða ársfundi BÍ gefa samtökin út Tímarit Bændablaðsins. Því er dreift til allra bænda í landinu og annarra áskrifenda í 8 þúsund eintökum. Í ritinu er fjallað um fjölbreytt mál sem tengjast landbúnaði, viðtöl, kynningar og annað efni.

Bændahátíð um kvöldið

Um kvöldið verður haldin bændahátíð þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi og dansað fram á nótt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og heimamaður í Hveragerði, stýrir veislunni en meðal skemmtikrafta eru Sólmundur Hólm og Hjörtur Benediktsson. Feðginin Dagný Halla Björnsdóttir og Björn Þórarinsson taka lagið og hljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi. Hátíðin hefst kl. 20.00 en þeir sem eiga eftir að útvega sér miða eru beðnir að hafa hraðar hendur og skrá sig á vefsíðunni bondi.is eða hringja í síma 563-0300.  


Sóli Hólm mun kitla hláturtaugar bænda á Hótel Örk.

 

 
Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...