Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sérstaða íslensks landbúnaðar í brennidepli
Fréttir 13. mars 2019

Sérstaða íslensks landbúnaðar í brennidepli

Höfundur: TB

„Hver er sérstaða íslensks land­búnaðar?“ er yfirskrift opinnar ráðstefnu sem haldin verður í kjölfar ársfundar Bændasamtakanna á Hótel Örk í Hveragerði, föstu­daginn 15. mars milli klukkan 13 og 16. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, mun ávarpa ráðstefnuna og um kvöldið verður Bændahátíð á Örkinni.


Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, ávarpar ráðstefnu bænda.

Fjölbreyttir fyrirlestrar

Á ráðstefnunni mun Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði við Háskóla Íslands og yfirlæknir á Landspítalanum, ræða um einstaka stöðu íslensks landbúnaðar er varðar smitsjúkdóma og sýklalyfjaónæmi. Á eftir honum kemur Eiríkur Már Guðleifsson, viðskiptastjóri á auglýsingastofunni Hvíta húsinu, sem fjallar um það hvernig talað er um lýðheilsu og matvælaframleiðslu.

Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður VOR, félags framleiðenda í lífrænum búskap, fjallar um hvert lífræn framleiðsla er að stefna en á eftir henni koma þrír bændur og segja frá nýsköpun sem gengur út að markaðssetja sérstöðu okkar. Það eru þau Örn Karlsson, bóndi á Sandhóli, sem framleiðir meðal annars repjuolíu og hafra og Hulda Brynjólfsdóttir, bóndi og eigandi smáspunaverksmiðjunnar Uppspuna. Í lokin mun Oddný Anna Björnsdóttir, ráðgjafi og bóndi í Gautavík, segja frá hvernig hefur gengið að selja búvörur beint til neytenda undir merkjum REKO.

Tímarit Bændablaðsins

Samhliða ársfundi BÍ gefa samtökin út Tímarit Bændablaðsins. Því er dreift til allra bænda í landinu og annarra áskrifenda í 8 þúsund eintökum. Í ritinu er fjallað um fjölbreytt mál sem tengjast landbúnaði, viðtöl, kynningar og annað efni.

Bændahátíð um kvöldið

Um kvöldið verður haldin bændahátíð þar sem íslenskar búvörur verða í öndvegi og dansað fram á nótt. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins og heimamaður í Hveragerði, stýrir veislunni en meðal skemmtikrafta eru Sólmundur Hólm og Hjörtur Benediktsson. Feðginin Dagný Halla Björnsdóttir og Björn Þórarinsson taka lagið og hljómsveitin Allt í einu leikur fyrir dansi. Hátíðin hefst kl. 20.00 en þeir sem eiga eftir að útvega sér miða eru beðnir að hafa hraðar hendur og skrá sig á vefsíðunni bondi.is eða hringja í síma 563-0300.  


Sóli Hólm mun kitla hláturtaugar bænda á Hótel Örk.

 

 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...