Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 3. október 2022

Sitkagreni er hæsta tré landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins Tré ársins hjá félaginu árið 2022.

Sitkagrenið á Kirkjubæjarklaustri knúsað.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var viðstödd í skóginum á Kirkjubæjarklaustri þegar tréð var formlega útnefnt. Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Mæling sýnir tréð vera 30,15 metrar á hæð. Tréð sem um ræðir er sitkagreni sem var gróðursett árið 1949. Niðurstaða mælingarinnar er sú að tréð er fyrsta tréð sem hefur náð þrjátíu metra hæð á Íslandi frá því fyrir ísöld þegar hér uxu stórvaxnar trjátegundir sem náð gátu margra tuga metra hæð.

Ávarp forsætisráðherra

Í ávarpi sínu við tréð á Klaustri talaði Katrín Jakobsdóttir um mikilvægi skóga og skógræktar. Hún nefndi nýsamþykkta landsáætlun um landgræðslu og skógrækt, Land og líf, og þann mikilvæga þátt sem áætlunin væri í markmiðum Íslendinga í loftslagsmálum.

Skógurinn á Kirkjubæjarklastri

Upphaf skógarins á Kirkjubæjarklaustri má rekja til þess að heimafólk á Klaustri girti af brekkuna fyrir ofan bæinn og gróðursetti þar 60 þúsund birkiplöntur. Hjónin Helgi Lárusson og Sigurlaug Helgadóttir áttu stóran þátt í því að hefja þar skógrækt.

Með árunum var bætt við sitkagreni, lerki og furu og snemma á sjöunda áratug síðustu aldar var samið við Skógræktina um viðhald girðinga og umsjón með skóginum.

Skógræktin hefur undanfarin ár bætt aðgengi almennings að skóginum og gróðursett þar ýmsar sjaldgæfar trjátegundir.

Fjölmenni viðstatt

Auk forsætisráðherra fluttu ávörp Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Hafberg Þórisson í Lambhaga, sem var bakhjarl viðburðarins.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...