Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Frá athöfninni í skógarlundinum á Kirkjubæjarklaustri. Hafberg Þórisson, sem kenndur er við Lambhaga, Fanney Lárusdóttir, fulltrúi eigenda skógarins, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri, Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands.
Mynd / Pétur Halldórsson
Fréttir 3. október 2022

Sitkagreni er hæsta tré landsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skógræktarfélag Íslands hefur tilnefnt hæsta tré landsins til heiðurstitilsins Tré ársins hjá félaginu árið 2022.

Sitkagrenið á Kirkjubæjarklaustri knúsað.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var viðstödd í skóginum á Kirkjubæjarklaustri þegar tréð var formlega útnefnt. Í fyrsta sinn frá því fyrir ísöld stendur nú þrjátíu metra hátt tré á Íslandi. Mæling sýnir tréð vera 30,15 metrar á hæð. Tréð sem um ræðir er sitkagreni sem var gróðursett árið 1949. Niðurstaða mælingarinnar er sú að tréð er fyrsta tréð sem hefur náð þrjátíu metra hæð á Íslandi frá því fyrir ísöld þegar hér uxu stórvaxnar trjátegundir sem náð gátu margra tuga metra hæð.

Ávarp forsætisráðherra

Í ávarpi sínu við tréð á Klaustri talaði Katrín Jakobsdóttir um mikilvægi skóga og skógræktar. Hún nefndi nýsamþykkta landsáætlun um landgræðslu og skógrækt, Land og líf, og þann mikilvæga þátt sem áætlunin væri í markmiðum Íslendinga í loftslagsmálum.

Skógurinn á Kirkjubæjarklastri

Upphaf skógarins á Kirkjubæjarklaustri má rekja til þess að heimafólk á Klaustri girti af brekkuna fyrir ofan bæinn og gróðursetti þar 60 þúsund birkiplöntur. Hjónin Helgi Lárusson og Sigurlaug Helgadóttir áttu stóran þátt í því að hefja þar skógrækt.

Með árunum var bætt við sitkagreni, lerki og furu og snemma á sjöunda áratug síðustu aldar var samið við Skógræktina um viðhald girðinga og umsjón með skóginum.

Skógræktin hefur undanfarin ár bætt aðgengi almennings að skóginum og gróðursett þar ýmsar sjaldgæfar trjátegundir.

Fjölmenni viðstatt

Auk forsætisráðherra fluttu ávörp Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands, Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri og Hafberg Þórisson í Lambhaga, sem var bakhjarl viðburðarins.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...