Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sjö landshlutasamtök fengu styrk til sóknar
Fréttir 3. mars 2023

Sjö landshlutasamtök fengu styrk til sóknar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Sjö landshlutasamtök sveitarfélaga fengu úthlutað frá innviðaráðherra 130 milljónum króna til tólf verkefna sem ætlað er að efla byggðir landsins.

Markmiðið með framlögunum er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaráætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna, að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlutu stærsta styrkinn, að upphæð 21,6 milljón króna fyrir verkefni um verðmætasköpun á sauðfjárræktarsvæðum.

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra hlutu 15 milljónir króna til að styrka innviði á Laugarbakka í Miðfirði og efla þar atvinnustarfsemi, með lagningu kaldavatnslagna frá Hvammstanga til Laugarbakka.

Fjórðungssamband Vestfirðinga hlaut 15 milljónir króna til að byggja upp Baskasetur Íslands sem verði miðstöð skapandi sjálfbærni, tengt lífríki hafsins. Það hlaut einnig 7 milljón króna styrk sem nota á í verkefni sem snýr að þorskseiðaeldi á Drangsnesi. Samband sveitarfélaga á Austurlandi hlutu 15.650.000 kr. fyrir framkvæmd hönnunar- og vörusmiðju nýrrar hringrásar ferðamanna um Austur og Norðurland í tengslum við beint millilandaflug á Egilsstaði og Akureyri. Verkefnið er samstarf SSA, SSNV, SSNE, áfangastofa Norður- og Austurlands, Austurbrúar og Markaðsstofu Norðurlands

Samband sveitarfélaga á Austurlandi hlaut einnig 13 milljónir króna fyrir verkefnið Vatnaskil sem fjallar um nýsköpun og fjölbreyttara atvinnulíf í dreifbýli á Austurlandi með sérstaka áherslu á ungt fólk.

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hlutu styrk upp á 11,2 milljónir króna til að útbúa vörumerki og verkfærakistu fyrir Dalabyggð, sem nýtast á til að móta stefnu í markaðssetningu fyrir nýja íbúa, fjárfesta og í ferðaþjónustu á svæðinu. Samtökin hlutu einnig 5 milljónir króna fyrir þarfagreiningu og frumhönnun á atvinnuhúsnæði fyrir iðngarða í Búðardal.

Samtök sveitarfélaga á Suðurnesjum hlutu styrk upp á 10 milljón krónur fyrir rekstur á starfrænni smiðju (FabLab) í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE) hlutu 4,3 milljónir króna fyrir verkefni sem snýr að hitaveitu- væðingu Grímseyjar. Þau hlutu einnig 2.250.000 kr. til uppbyggingar á aðstöðu fyrir nýsköpun, menntun og rannsóknir í Þingeyjarsveit.

Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fengu 10 milljónir króna til verkefnis er snýr að uppbyggingu sérfræðistarfa við þróun þekkingartengdrar ferðaþjónustu á miðsvæði Suðurlands

Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...