Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sóttvarnalæknir telur að með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum sé hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi.
Sóttvarnalæknir telur að með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum sé hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi.
Mynd / Tjörvi Bjarnason
Fréttir 20. júlí 2016

Sóttvarnalæknir vill takmarka innflutning á búvörum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þórólfur Guðnason sóttvarna­læknir hefur sent Alþingi athugasemdir við tillögu til þingsályktunar um staðfest­ingu samnings Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur. Ekkert er fjallað um heilbrigðismál í tollalögunum.

Í athugasemdum sínum segir Þórólfur að rétt sé að vekja athygli á að samkvæmt sóttvarnalögum beri sóttvarnalæknir ábyrgð á opinberum sóttvörnum hér á landi undir yfirstjórn ráðherra og er heilbrigðisyfirvöldum til ráðgjafar um aðgerðir til varnar útbreiðslu smitsjúkdóma.

Á Íslandi hefur tíðni matarborinna sýkinga hjá mönnum og sýklalyfjaónæmi verið umtalsvert minna en í flestum nágrannalöndum. Með auknum innflutningi á ferskum landbúnaðarvörum, einkum alifuglakjöti, er hætt við að tíðni matarborinna sýkinga muni aukast hér á landi sem og útbreiðsla sýklalyfjaónæmra baktería.

Ekkert fjallað um heilbrigðismál

Í þingsályktunartillögu þeirri sem hér er til umfjöllunar er einungis fjallað um tolla og tollkvóta á landbúnaðarvörur til og frá Íslandi en ekkert beinlínis um heilbrigðismál sem snerta innflutning á ferskum landbúnaðarvörum.

Engu að síður er rétt að vekja athygli á því að aukinn innflutningur á ferskum landbúnaðarvörum hingað til lands getur haft í för með sér ákveðin heilbrigðisvandamál sem íslensk yfirvöld þurfa að vera meðvituð um og tilbúin að bregðast við.

Sýklalyfjaónæmar bakteríur mikil heilbrigðisógn

Samkvæmt áliti Alþjóðaheilbrigðis­málastofnunarinnar og Sóttvarna­stofnunar Evrópu­sambandsins þá er útbreiðsla ýmissa sýkla og sýklalyfjaónæmra baktería ein helsta heilbrigðisógn sem steðjar að mönnum í heiminum í dag.

Margir þættir stuðla að útbreiðslu sýkla, sýklalyfjanæmra og -ónæmra, en einn þeirra er dreifing með ferskum matvælum, einkum fersku alifuglakjöti eins og bent er á í nýlegri ­skýrslu á vegum Sóttvarnastofnunar Evrópusambandsins (ECDC) og Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA).

Sóttvarnalæknir telur því mikilvægt að samningur Íslands við Evrópusambandið um viðskipti með ferskar matvörur taki mið af ofangreindum áhættum og að í honum verði sett ákvæði sem gefi Íslandi möguleika á að takmarka innflutning á vörum sem sýnt þykir að auka muni ógn við almennt heilbrigði hér á landi.

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum
Fréttir 16. júlí 2024

Ársgamall kjúklingur enn í verslunum

Þrátt fyrir að meira en ár er liðið frá síðustu sendingu kjúklingakjöts frá Úkra...

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...