Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þýsk yfirvöld gáfu  þann 30. október grænt ljós á að ljúka byggingu Datteln 4 kolaorkuversins sem er í eigu stórfyrirtækisins Uniper Kraftwerke GmbH.
Þýsk yfirvöld gáfu þann 30. október grænt ljós á að ljúka byggingu Datteln 4 kolaorkuversins sem er í eigu stórfyrirtækisins Uniper Kraftwerke GmbH.
Fréttir 17. janúar 2020

Stærsta kolaorkuver Þjóðverja verður gangsett næsta sumar

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Samkvæmt fréttum frá Reuters, Frankfurter Allgemeine Zeitung og Tagesspiegel gáfu þýsk yfirvöld þann 30. október grænt ljós á að ljúka byggingu Datteln 4 kolaorkuversins sem er í eigu stórfyrirtækisins Uniper Kraftwerke GmbH og verður það tengt við raforkukerfi Þýskalands. 
 
Þetta er þvert á fullyrðingar um sérlega göfug markmið meðal aðildarþjóða Evrópusambandsins um að draga úr brennslu kola til raforkuframleiðslu. Þessum mark­miðum ESB hefur einmitt verið kröftuglega flaggað af sumum stjórnmála­öflum, m.a. á Íslandi, sem telja markmið ESB í loftslagsmálum  sérlega áhugaverð til eftirbreytni fyrir Íslendinga. 
 
Áður höfðu þýsk yfirvöld gefið út að þau „íhuguðu“ að loka kolaorkuverum með nærri 5 gígawatta raforkuframleiðslu. Þá var jafnframt rætt um að raforkan frá Datteln 4 verinu færi ekki inn á raforkudreifikerfið. Heimild þýskra yfirvalda um að ljúka byggingu þessa orkuvers ómerkir því fyrri vangaveltur og yfirlýsingar, en Þjóðverjar framleiða nú um 40% af sinni raforku með kolum. Skapar sú starfsemi þúsundir starfa í kolaiðnaði sem yfirvöld geta trauðlega horft framhjá, þrátt fyrir orðskrúð um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
 
Í eigu fjölþjóðlegs fyrirtækis
 
Fyrirtækið Uniper Kraftwerke GmbH, sem er eigandi Datteln 4 kolaorkuversins, er fjölþjóðlegt fyrirtæki með starfsemi í yfir 40 löndum, m.a. í gengum fyrirtæki sitt Unipro í Rússlandi. Uniper, sem er með höfuðstöðvar í Düsseldorf í Þýskalandi, er skráð á hlutabréfamarkaði í Frankfurt, en stærsti hluthafinn er finnska orkufyrirtækið Fortum sem á þar 49,99% hlut. 
 
Verður stærsta kolaorkuver Þýskalands
 
Áætlað er að Datteln 4 kolaorkuverið sem Uniper er að reisa í Þýskalandi muni kosta um 1,5 milljarða evra. Þetta á að vera mjög fullkomið kolaorkuver með tiltölulega hreinan bruna. Raforkuframleiðslugeta versins verður um 1.052 megawött og verður þar með stærsta kola­orku­ver Þýskalands. Auk þess munu 380 MW falla til sem hitaorka til húshitunar. Áætlað er að hægt verði að breyta 413 MW af orkunni í 16,7 Hertz (rið) sem deilt yrði um 110 kílóvolta streng til að knýja rafknúnar járnbrautalestar Deutsche Bahn sem annars ganga á 15 kílóvoltum.
 
Bygging versins hefur staðið yfir síðan 2007 og átti það upphaf­lega að taka til starfa 2011. Nú er gert ráð fyrir að verið taki til starfa um mitt ár 2020. Er grænt ljós á byggingu versins þvert á yfirlýsingar þýskra stjórnvalda um að hætta framleiðslu raforku með brennslu kola fyrir árið 2038. Enda hafa fjölmiðlar sagt þetta dæmi um hroka og hræsni stjórnvalda í loftslagsmálum.  
 
Endurbyggða Moorburg kolaorkuverið í Hamborg.
 
Endurbætur og uppbygging á fjölda kolaorkuvera
 
Ný kolaorkuver og endurbætt losa vissulega mun minna af mengandi efnum en eldri kolaorkuver. Í þeim er eigi að síður brennt kolum sem losa mjög mikið af CO2. Auk byggingar Datteln 4 kolaorkuversins má nefna 750 megawatta Trianel kolaorkuver í Lünen í Norður Rhine-Westphali sem tekið var í gagnið 2013. 
Einnig má nefna endurbyggða Moorburg orkuverið í Hamborg sem lokið var við 2015 og skilar 8,7 milljónum tonna af gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið á hverju ári. 
 
Þá má nefna Stade orkuverið nærri Hamborg sem hannað er af DowDuPont. Einnig endurbætt Schkopau kolaorkuverið nærri bænum Halle í austanverðu Þýska­landi sem er í 58,1% eigu Uniper Kraftwerke og 41,9% eigu Saale Energie GmbH í Schkopau. Það kolaorkuver framleiðir um 5 terawattstundir (TWh) af raforku úr 4,7 milljónum tonna af kolum á ári. Þau kol eru flutt um 40 km leið með járbrautalestum frá MIBRAG Proven kolanámunni sem stóð til að loka 2021.   
 
 
Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...