Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi.
Garðyrkjuskólinn á Reykjum í Ölfusi.
Mynd / HKr.
Fréttir 20. ágúst 2020

Starfandi fagfólk í garðyrkju stofnar Garðyrkjuskóla Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þann 12. ágúst var tilkynnt um stofnun félagsins Garðyrkjuskóli Íslands. Félagið er stofnað af starfandi fagfólki í garðyrkju sem flest hefur verið eða er í forsvari fyrir hagsmunafélög í greininni. Tilgangur félagsins er að standa að faglegri og vandaðri fræðslustarfsemi á sviði garðyrkju og tengdra greina.

Nokkur styr hefur staðið um rekstur Garðyrkjuskólans á Reykjum í Ölfusi eftir að hann var settur undir stjórn Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ). Virðist ágreiningur um skólann hafa aukist verulega eftir að dr. Ragnheiður I. Þórarinsdóttir tók við starfi rektors þann 1. janúar 2019. Hún var skipuð í embættið til fimm ára af Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra.

Garðyrkjuskólanum á Reykjum lokað tímabundið

Þann 14. ágúst sendi rektor frá sér tilkynn­ingu um að tekin hafi verið ákvörðun um að loka starfsstöð LbhÍ á Reykjum í Ölfusi tímabundið. Í tilkynn­ingunni kemur fram að mikið tjón hafi orðið á Reykjum vegna vatnsleka og miklar skemmdir hafi orðið á veggjum, hurðum og innanstokks­munum skólans. Þá segir:
„Það er mat framkvæmdastjórnar að út frá heilbrigðissjónarmiðum sé ekki hægt að halda úti kennslu né hefðbundnu starfi meðan á endurbótum stendur. Því hefur verið tekin ákvörðun um að loka starfsstöðinni á Reykjum tíma­bundið meðan unnið verður að viðgerðum og mati á þeim skaða sem orðinn er. Búið er að setja upp skrifstofur sunnan megin á fyrstu hæðinni á Keldnaholti fyrir starfsmenn. Nemendur sem eiga að hefja nám á Reykjum verða boðaðir á Keldnaholt þar sem kennsla þeirra mun fara fram í fyrstu. Farið verður nánar yfir fyrirkomulagið á nýnemakynningum.“

Óskað eftir viðræðum við menntamálaráðherra

Forsvarsfólk Garðyrkjuskóla Íslands óskuðu eftir viðræðum við menntamálaráðherra í því skyni að leita samninga um grunnnám í garðyrkju á framhaldsskólastigi með svipuðum hætti og gert hefur verið varðandi nám á framhaldsskólastigi, svo sem í Kvikmyndaskóla Íslands, Ljósmyndaskóla Íslands, Fisktækniskóla Íslands og Tækni­skóla Íslands. Ekkert hefur frést af þeim viðræðum.

Fjaraði undan náminu í háskólaumhverfinu

Gunnar Þorgeirsson. 

„Eðlilega eru áherslur í háskóla­starfi með öðrum hætti en í fram­halds­skólum, enda gilda önnur lög um nám á framhaldsskólastigi. Þó að hópurinn sem stendur að félaginu telji mikilvægt að feta veginn fram á við, þarf nú að stíga skref til baka og gera framhaldsskólanám í garðyrkju að sjálfstæðri rekstrareiningu á ný, þar sem megináherslur verða á starfsmenntanámið í samræmi við gildandi námskrár.Einn af stofnendum félagsins er Gunnar Þorgeirsson garðyrkjubóndi sem jafnframt er formaður Bænda­samtaka Íslands. Hann segir að þegar Garð­yrkjuskóli ríkisins var sameinaður inn í Landbún­aðar­háskólann fyrir 15 árum síðan hafi mörgum sem starfa á vettvangi garðyrkju fundist hafa fjarað undan umgjörð námsins þegar það færðist inn í háskólaumhverfið. 

Þessi vinna er í raun í samræmi við ályktanir hagsmunafélaga í garðyrkju sem ályktað hafa um nauðsynlegar breytingar.

Mörg fordæmi eru fyrir því hérlendis og víðar að nám á framhalds­skólastigi sé starfrækt á vettvangi félagasamtaka með samningi við ríkið, ekki síst þegar um sérhæft nám er að ræða.“

Námið verði í sem bestu samstarfi við atvinnulífið

Gunnar segir að áherslan í Garðyrkju­skóla Íslands verði á að námið sé framkvæmt í sem bestu samstarfi við atvinnulífið og þá sem menntast hafa í faginu. 

„Grunnnámi á framhaldsskólastigi er ætlað að undirbúa nemendur sem best til starfa í atvinnulífinu en einnig til áframhaldandi náms.  Garðyrkjuskólinn horfir líka til þess að bjóða aukinn sveigjanleika varðandi styttri námsleiðir fyrir almenning og þjónustu við fólk sem starfar í garðyrkju eða hefur áhuga á að bæta við sig þekkingu á því sviði. Þetta verður gert með námskeiðahaldi, vefnámskeiðum, samstarfi við ýmsar aðrar rekstrar­einingar og fleiru.  Við teljum að það muni verða mikil eftirspurn eftir fólki sem kann raunverulega til verka í ræktun og framleiðslu og viljum tryggja að námið verði í takti við það.“

Reykir eru mjög ákjósanlegur kostur fyrir garðyrkjunám

– Hvað með framtíð skólans á Reykjum?
„Ríkið er eigandi að Reykjum í Ölfusi og þar er rúmlega áttatíu ára saga garðyrkjunáms á Íslandi. Það er ekki launungarmál að óskastaðan væri sú að garðyrkjunámið yrði áfram vistað þar. Garðyrkjufólki er staðurinn mjög kær og ýmislegt sem hefur verið nýtt við kennslu og starfsemina þar í gegnum tíðina hefur komið þangað sem gjöf frá garðyrkjufólki.“

Horft á samstarf við aðrar menntastofnanir?

„Forsvarsmenn félagsins líta mjög til þess að eiga gott samstarf við fyrirtæki, félög og menntastofnanir á öllum skólastigum. Það er mjög mikilvægt að greiða götu þeirra sem vilja menntast og starfa í garðyrkju. Með auknum áherslum á garðyrkjuafurðir, umhverfismál, lýðheilsu og sjálfbærni eykst þörfin fyrir fólk sem kann til verka við ræktun og skyld störf. Þetta þýðir að við þurfum að byrja fyrr að kynna garðyrkju og ræktun fyrir fólki, styðja vel við þá sem starfa á vettvangi garðyrkjunnar og auka möguleika þeirra sem vilja halda áfram í námi, innan lands og utan. Við horfum á námið og atvinnulífið sem sterka heild sem vinni samhent að sameiginlegum markmiðum. Það er gaman að segja frá því að síðan tilkynnt var um stofnun félagsins hafa fjölmargir haft samband og lýst yfir vilja til samstarfs við Garðyrkjuskóla Íslands með ýmsu móti,“ segir Gunnar.

Tilkynnt um samstarf LbhÍ við tvær stofnanir

Í kjölfarið af fréttum af stofnun Garð­yrkjuskóla Íslands vakti athygli að Ragnheiður I. Þórarins­dóttir, rektor LbhÍ, sendi út tvær tilkynningar með skömmu millibili um samstarf LbhÍ við aðrar stofnanir er varðar garðyrkjunám.  Annars vegar var um að ræða undirritun samstarfs­samninga Fjölbrautaskóla Suðurlands og Landbúnaðarháskóla Íslands um sameiginlega náttúru­fræðibraut og búfræði/garðyrkjusvið til stúdentsprófs.  Hin tilkynningin er um þjónustusamning sem undirritaður var á milli GRÓ Þekkingarmiðstöðvar þróunarsam­vinnu og Landbúnaðar­háskóla Íslands í síðustu viku. Landgræðsluskóli GRÓ er ætlaður fyrir nemendur frá þróunarlöndum sem hluti af þróunaraðstoð íslenskra stjórnvalda.

–Sjá nánar á bls. 4 í nýju Bændablaði.

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...

Engir hveitibrauðsdagar
Fréttir 30. apríl 2024

Engir hveitibrauðsdagar

Nýi matvælaráðherrann, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, segir of stutt vera eftir af...

Vanræksla kærð til lögreglunnar
Fréttir 30. apríl 2024

Vanræksla kærð til lögreglunnar

Matvælastofnun tilkynnti þann 9. apríl sl. að stofnunin hefði kært til lögreglu ...

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra
Fréttir 30. apríl 2024

Kjötmjöl verði skilgreint sem áburður en ekki aukaafurð dýra

Orkugerðin ehf. í Flóanum stefnir að því innan fárra mánaða að breyta framleiðsl...

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður
Fréttir 29. apríl 2024

Sveinn Rúnar nýr stjórnarformaður

Breytingar hafa orðið á stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...