Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað
Fréttir 4. mars 2015

Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til að tryggja dýravelferð um allt land og það að búfjáreigendur geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart lögum um búfjárhald verður að treysta starfsgrundvöll dýralækna í dreifðustu byggðum landsins.

Til að tryggja að slíkt verði framkvæmanlegt samþykkti Búnaðarþing 2015 samhljóða að starfssvæði þjónustudýralækna og vaktsvæði dýralækna verði endurskoðuð með það að markmiði að tryggja varanlegan aðgang að dýralæknum um allt land.

Nauðsynlegt er að horfa til landfræðilegra aðstæðna og taka tillit til samgangna árið um kring þegar starfssvæði og vaktsvæði eru skipulögð. Í ljósi þess hve erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknastöður á nokkrum stöðum á landinu þarf jafnframt að leita annarra leiða meðan málum er svo farið, svo sem að veita bændum heimild til að hafa lyf heima.

Búnaðarþing ítrekar jafnframt nauðsyn þess að opnað verði fyrir leið til þess að einstakir bændur geti gert þjónustusamning við sinn dýralækni þar sem ekki er hægt að koma við ásættanlegri vaktþjónustu.


Stjórn BÍ skal markvisst beita sér fyrir því, í samráði við Dýralæknafélag Íslands, að málið fái afgreiðslu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...

Pólar hestar fyrirtæki ársins
Fréttir 19. nóvember 2024

Pólar hestar fyrirtæki ársins

Markaðsstofa Norðurlands hefur valið hestaleiguna Pólar hestar sem fyrirtæki árs...

Byggja stóra íþróttamiðstöð
Fréttir 18. nóvember 2024

Byggja stóra íþróttamiðstöð

Í Árnesi er verið að byggja fyrstu íþróttamiðstöðina í Skeiða- og Gnúpverjahrepp...

Afstaða framboða til landbúnaðarmála
Fréttir 15. nóvember 2024

Afstaða framboða til landbúnaðarmála

Stjórnmálaflokkarnir sem eru í framboði til alþingiskosninga, sem fram fara 30. ...

Nýjar höfuðstöðvar
Fréttir 15. nóvember 2024

Nýjar höfuðstöðvar

Samkvæmt ákvörðun Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfis-, orku- og loftslagsráðher...