Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað
Fréttir 4. mars 2015

Starfssvæði dýralækna verði endurskoðað

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til að tryggja dýravelferð um allt land og það að búfjáreigendur geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart lögum um búfjárhald verður að treysta starfsgrundvöll dýralækna í dreifðustu byggðum landsins.

Til að tryggja að slíkt verði framkvæmanlegt samþykkti Búnaðarþing 2015 samhljóða að starfssvæði þjónustudýralækna og vaktsvæði dýralækna verði endurskoðuð með það að markmiði að tryggja varanlegan aðgang að dýralæknum um allt land.

Nauðsynlegt er að horfa til landfræðilegra aðstæðna og taka tillit til samgangna árið um kring þegar starfssvæði og vaktsvæði eru skipulögð. Í ljósi þess hve erfiðlega hefur gengið að manna dýralæknastöður á nokkrum stöðum á landinu þarf jafnframt að leita annarra leiða meðan málum er svo farið, svo sem að veita bændum heimild til að hafa lyf heima.

Búnaðarþing ítrekar jafnframt nauðsyn þess að opnað verði fyrir leið til þess að einstakir bændur geti gert þjónustusamning við sinn dýralækni þar sem ekki er hægt að koma við ásættanlegri vaktþjónustu.


Stjórn BÍ skal markvisst beita sér fyrir því, í samráði við Dýralæknafélag Íslands, að málið fái afgreiðslu í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...