Vond lykt
Verslunin í landinu og ekki síst samtök stórkaupmanna voru húðskömmuð í ræðum við setningu Búnaðarþings 1. mars og greinilega ekki að ósekju.
Tillagur til breytinga á samþykktum Bændasamtaka Íslands voru samþykktar á Búnaðarþingi 2015.
Á Búnaðarþingi 2015 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld var fjöldi mála afreiddur. Þar á meðal ályktun sem felur í sér að öll áform um sölu á Hótel Sögu verða lögð til hliðar næstu þrjú árin, að minnsta kosti.
Búnaðarþing 2015 krefst þess að fallið verði frá áformum um að verkefni Búnaðarstofu heyri undir Matvælastofnun.
Búnaðarþing 2015 samþykktu samhljóða ályktun um að tryggt verði fjármagn til rannsókna á búfé, gróðri og öðru lífríki vegna gosmengunar frá Holuhrauni.
Í dag er síðasti dagur Búnaðarþings sem haldið er í Bændahöllinni við Hagatorg í Reykjavík. Fundarhöld hafa staðið yfir frá sunnudegi síðastlinum og nú liggur fyrir afgreiðsla á nokkrum ályktunum, af þeim 28 málum sem voru lögð fyrir þingið.
Búnaðarþing 2015 hefur samþykkt ályktun þess efnis að öflugar og traustar nettengingar verði komið á fyrir heimili og fyrirtækja um land allt og að allar byggðir og þjóðvegir landsins hafi virkt GSM samband.
Til að tryggja dýravelferð um allt land og það að búfjáreigendur geti uppfyllt skyldur sínar gagnvart lögum um búfjárhald verður að treysta starfsgrundvöll dýralækna í dreifðustu byggðum landsins.
Búnaðarþing 2015 lýsir þungum áhyggjum af stöðu LbhÍ og leggur til að gripið verði til ráðstafana sem tryggja rekstrargrundvöll skólans til framtíðar, til dæmis með sölu eigna skólans.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra flutti ávarp við setningu Búnaðarþings 2015 í Hörpu og tók þar ótvíræða afstöðu með íslenskum landbúnaði. Hann sagði meðal annars landbúnað sannarlega vera framtíðaratvinnugrein á Íslandi, grein tækifæra og nýsköpunar.