Búnaðarþing 2015 - Gosmengun frá Holuhrauni
Búnaðarþing 2015 samþykktu samhljóða ályktun um að tryggt verði fjármagn til rannsókna á búfé, gróðri og öðru lífríki vegna gosmengunar frá Holuhrauni.
Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um áhrif mengunar á dýr og því brýn þörf á rannsóknum á langtímaáhrifum á bústofn, gróður og lífríki.
Neikvæð áhrif mengunar af völdum gossins eru m.a. sýrandi áhrif brennisteins á jarðveg.
Ekki er vitað hversu mikil þessi áhrif kunna að verða og þá hvort afleiðingarnar verði það miklar að hætta sé á að uppskera og/eða heilnæmi hennar skaðist. Kölkun vegur upp á móti lækkandi sýrustigi og því kann að vera brýnt að aðgengi að kalki verði gott þar sem áhrifa gossins gætir mest.
Stjórn BÍ skal fylgja eftir því ferli sem verkið er komið í á vegum samstafshóps ráðuneyta og stofnanna undir forystu Mast.