Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Búnaðarþing 2015 - Gosmengun frá Holuhrauni
Fréttir 4. mars 2015

Búnaðarþing 2015 - Gosmengun frá Holuhrauni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2015 samþykktu samhljóða ályktun um að tryggt verði fjármagn til rannsókna á búfé, gróðri og öðru lífríki vegna gosmengunar frá Holuhrauni.

Ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um  áhrif mengunar á dýr og því brýn þörf á rannsóknum á langtímaáhrifum á bústofn, gróður og lífríki.

Neikvæð áhrif mengunar af völdum gossins eru m.a. sýrandi áhrif brennisteins á jarðveg.

Ekki er vitað hversu mikil þessi áhrif kunna að verða og þá hvort afleiðingarnar verði það miklar að hætta sé á að uppskera og/eða heilnæmi hennar skaðist. Kölkun vegur upp á móti lækkandi sýrustigi og því kann að vera brýnt að aðgengi að kalki verði gott þar sem áhrifa gossins gætir mest.

Stjórn BÍ skal fylgja eftir því ferli sem verkið er komið í á vegum samstafshóps ráðuneyta og stofnanna undir forystu Mast. 

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún
Fréttir 25. nóvember 2024

Kjötmjöl og kúamykja betri áburðargjafi á eldri tún

Bræðurnir Ísak og Logi Jökulssynir á Ósabakka á Skeiðum gerðu áburðartilraunir þ...

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...