Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands
Fréttir 4. mars 2015

Hótel Saga áfram í eigu Bændasamtaka Íslands

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Á Búnaðarþingi 2015 sem lauk á ellefta tímanum í kvöld var fjöldi mála afreiddur. Þar á meðal ályktun sem felur í sér að öll áform um sölu á Hótel Sögu verða lögð til hliðar næstu þrjú árin, að minnsta kosti. 

Í ályktun þingsins um þetta mál segir m.a. að Bændasamtök Íslands eigi áfram og reki einkahlutafélagið Hótel Sögu ehf., a.m.k. í þrjú ár eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað. Í þessu felst að Bændasamtök Íslands eigi bæði fasteignina við Hagatorg og hótelreksturinn sem slíkan.

Nokkuð skiptar skoðanir voru meðal þingfulltrúa um hvort veita ætti stjórn heimild til að hefja að nýju söluferli á hótelinu eða ekki. Var máli ítarlega rætt á lokuðum fundum í dag og í kvöld og varð það að lokum niðurstaða meirihluta Búnaðarþingsfulltrúa í atkvæðagreiðslu, að veita ekki heimild til sölu.

Eins og kunnugt er var fyrirtækjaráðgjöf MP banka fengin til þess í nóvember á síðasta ári að kanna áhuga fjárfesta á kaupum á hótelinu. Lögðu fjórir hópar fram skuldbindandi tilboð, en ekkert þeirra tilboða þótti ásættanlegt að mati stjórnar BÍ og var þeim öllum hafnað í lok janúar.   

Stjórn Bændasamtakanna hefur á þessu Búnaðarþingi lagt fram rekstraráætlun félagsins til og með árinu 2020 og kynnt ítarlega. Stjórn Bændasamtaka Íslands lagði jafnframt fram erindi á Búnaðarþingi þar sem hún beindi því til þingsins að veita leiðbeiningu um hvernig best megi ávaxta þá eign sem nú er bundin í Hóteli Sögu ehf.

Eftir umræður í fjárhagsnefnd og í þinginu ályktaði Búnaðarþing 2015 um að Bændasamtök Íslands skuli ávaxta þessa eign með þeim hætti sem áður greinir í þessari ályktun. 

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn
Fréttir 16. júlí 2024

Mannelski og sjálfsöruggi gæðingafaðirinn

Olil Amble og Bergur Jónsson á Syðri-Gegnishólum hafa náð einstökum árangri í hr...

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...