Samþykkt Búnaðarþings 2015 um Nautastöð BÍ
Búnaðarþing 2015 samþykkti að stjórn BÍ vinni áfram að samningum við LK um að koma á sameiginlegu félagi um rekstur nautastöðvar, með það fyrir augum að styrkja kynbótastarf í nautgriparækt. Jafnframt verði stuðlað að eflingu ráðgjafar, kennslu og rannsókna í nautgriparækt og markvisst unnið að jöfnun sæðingakostnaðar.
Aðilar komi sér saman um verð. Verkaskiptasamningur LK og BÍ verði endurskoðaður. Jafnframt verði gerður samstarfssamningur milli Nautastöðvar og RML. Búnaðarþing leggur til að nýtt félag verði í helmings eigu annars vegar BÍ og hins vegar LK.
Unnið hefur verið að samningum um aðkomu LK að rekstri Nautastöðvar BÍ. Fyrir Búnaðarþing 2015 náðist ekki að fullvinna drög að því hvernig stofna megi og reka sameiginlegt félag um Nautastöðina. Mikilvægt er að góð samstaða sé um málið. Nú er unnið að stefnumótun varðandi kynbótamatsútreikninga sem miklu máli skipta.