Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Uppbygging innviða - fjarskipti
Fréttir 4. mars 2015

Uppbygging innviða - fjarskipti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2015 hefur samþykkt ályktun þess efnis að öflugar og traustar nettengingar verði komið á fyrir heimili og fyrirtækja um land allt og að allar byggðir og þjóðvegir landsins hafi virkt GSM samband.

Búnaðarþing 2015 styður áætlun stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu og hvetur til þess að allir landsmenn sitji við sama borð hvað nettengingar varðar.

Tryggja þarf GSM samband jafnt í byggð sem og á þjóðvegum landsins.

Búnaðarþing leggur áherslu á að lokið verði lagningu þriggja fasa rafmagns um landið.
Iðnaðarráðuneytið vinni  landsáætlun um uppbyggingu á þriggja fasa dreifikerfi raforku. Til hliðsjónar verði áætlun um lagningu ljósleiðara. Tryggja þarf möguleika til samnýtingar veituframkvæmda, þannig að helstu innviðir njóti gagnkvæmra réttinda til að fá upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og tækifæri til að samnýta þær.

Stjórnvöld hrindi í framkvæmd markmiðum byggðaáætlunar Alþingis frá vori 2014 um bætt afhendingaröryggi raforku. 

RARIK og Orkubúi Vestfjarða verði gert kleift að flýta framkvæmdum sínum sem kostur er með þátttöku í verkefnum þar sem samlegðaráhrif eru af öðrum veituframkvæmdum.
Tryggja þarf varaafl þegar raforkukerfið bilar.
  

Ályktunin verður send ríkisstjórn og Alþingi og skal stjórn BÍ fylgi málinu eftir.

Jólakveðja
Fréttir 24. desember 2024

Jólakveðja

Ritstjórn Bændablaðsins óskar lesendum um land allt gleðilegra jóla og farsældar...

Lækkað áburðarverð
Fréttir 23. desember 2024

Lækkað áburðarverð

Fyrsta áburðarverðskráin hefur verið gefin út fyrir næsta ár.

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum
Fréttir 23. desember 2024

Bleikjuharðfiskur úr heimilisbakarofninum

Auðvelt er að gera sinn eigin „harðfisk“ heima í eldhúsi úr flökum smáfisks. Flö...

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...