Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Uppbygging innviða - fjarskipti
Fréttir 4. mars 2015

Uppbygging innviða - fjarskipti

Höfundur: Vilmundur Hansen

Búnaðarþing 2015 hefur samþykkt ályktun þess efnis að öflugar og traustar nettengingar verði komið á fyrir heimili og fyrirtækja um land allt og að allar byggðir og þjóðvegir landsins hafi virkt GSM samband.

Búnaðarþing 2015 styður áætlun stjórnvalda um ljósleiðaravæðingu og hvetur til þess að allir landsmenn sitji við sama borð hvað nettengingar varðar.

Tryggja þarf GSM samband jafnt í byggð sem og á þjóðvegum landsins.

Búnaðarþing leggur áherslu á að lokið verði lagningu þriggja fasa rafmagns um landið.
Iðnaðarráðuneytið vinni  landsáætlun um uppbyggingu á þriggja fasa dreifikerfi raforku. Til hliðsjónar verði áætlun um lagningu ljósleiðara. Tryggja þarf möguleika til samnýtingar veituframkvæmda, þannig að helstu innviðir njóti gagnkvæmra réttinda til að fá upplýsingar um fyrirhugaðar framkvæmdir og tækifæri til að samnýta þær.

Stjórnvöld hrindi í framkvæmd markmiðum byggðaáætlunar Alþingis frá vori 2014 um bætt afhendingaröryggi raforku. 

RARIK og Orkubúi Vestfjarða verði gert kleift að flýta framkvæmdum sínum sem kostur er með þátttöku í verkefnum þar sem samlegðaráhrif eru af öðrum veituframkvæmdum.
Tryggja þarf varaafl þegar raforkukerfið bilar.
  

Ályktunin verður send ríkisstjórn og Alþingi og skal stjórn BÍ fylgi málinu eftir.

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi
Fréttir 22. nóvember 2024

Breytileikinn T137 verði viðurkenndur sem verndandi

Formlegt erindi liggur nú í matvælaráðuneytinu þar sem óskað er eftir því að arf...

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga
Fréttir 22. nóvember 2024

Hlaðvarp um landbúnað í aðdraganda kosninga

Áherslur framboða í málefnum tengdum landbúnaði er umræðuefni hlaðvarpsins „Á hl...

Lán að ekki fór verr
Fréttir 22. nóvember 2024

Lán að ekki fór verr

Um sex þúsund varphænur drápust í eldsvoðanum sem varð í eggjabúi hjá Nesbúeggju...

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning
Fréttir 22. nóvember 2024

Aldrei fleiri umsóknir um nýliðunarstuðning

Matvælaráðuneytið hefur úthlutað nýliðunarstuðningi í landbúnaði fyrir árið 2024...

Ákvörðun felld úr gildi
Fréttir 21. nóvember 2024

Ákvörðun felld úr gildi

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að nýlega samþykktar undaþágu...

Skráð heildartjón rúmur milljarður
Fréttir 21. nóvember 2024

Skráð heildartjón rúmur milljarður

Skráð heildartjón vegna kuldakasts og annars óvenjulegs veðurfars á árinu er rúm...

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu
Fréttir 21. nóvember 2024

Fyrirhugaðar breytingar voru á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu

Áður en Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp dóm boðaði Kaupfélag Skagfirðinga (KS) ...

Undanþágan dæmd ólögmæt
Fréttir 21. nóvember 2024

Undanþágan dæmd ólögmæt

Óvissa er uppi um framhald samruna og hugmynda Kaupfélags Skagfirðinga (KS) um h...