Málefni Landbúnaðarháskóla Íslands rædd á Búnaðarþingi 2015
Búnaðarþing 2015 lýsir þungum áhyggjum af stöðu LbhÍ og leggur til að gripið verði til ráðstafana sem tryggja rekstrargrundvöll skólans til framtíðar, til dæmis með sölu eigna skólans.
Í Ályktun þingsins segir að öflug menntun og rannsóknir í landbúnaði séu nauðsynlegar til nýsköpunar og eflingar matvælaframleiðslu á Íslandi eins og kveðið er á um í stjórnarsáttmála sitjandi ríkisstjórnar.
Ályktunin verður send til ráðherra menntamála og ráðherra nýsköpunar- og atvinnuvega.