Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. mars 2023

Stefnt að byggingu björgunarmiðstöðvar

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Stjórn Brunavarna Rangárvallasýslu hefur lýst því yfir að áhugi sé fyrir hendi að ráðast í byggingu björgunarmiðstöðvar á Hvolsvelli.

Verkefnið yrði í samvinnu við björgunarsveitina Dagrenningu og mögulega fleiri aðila. Fundað var með fulltrúum björgunarsveitarinnar nú í janúar þar sem málin voru rædd, meðal annars stærð og skipulag slíkrar byggingar ásamt álitlegum staðsetningum.

„Þetta er spennandi verkefni, sem á eftir að taka á sig mynd á næstu mánuðum,“ segir Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri Rangárþings ytra.

Um síðustu áramót varð sú breyting á að slökkvistjóri Brunavarna Rangárvallasýslu, Leifur Bjarki Björnsson, er kominn í 100% starf, sem var áður skilgreint 30% starf.

„Með því gefst okkur tækifæri til að byggja upp starfið og starfsemina til framtíðar, auka menntun og þjálfun starfsmanna, sinna eldvarnareftirliti og fleira,“ segir Anton Kári.

Skylt efni: Hvolsvöllur

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...

Lyfta heildinni með samstarfi
Fréttir 12. mars 2025

Lyfta heildinni með samstarfi

Eitt af helstu málunum sem voru rædd á fundi loðdýrabænda var áætlun um dýraskip...

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum
Fréttir 12. mars 2025

Hrossabændur vilja aðkomu að búvörusamningum

Nokkuð fámennt var á fundi hrossabænda á deildarfundi búgreina en þar var rætt u...

Búvélasali nýr formaður FA
Fréttir 12. mars 2025

Búvélasali nýr formaður FA

Friðrik Ingi Friðriksson, forstjóri og eigandi Aflvéla og Burstagerðarinnar, var...

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi
Fréttir 11. mars 2025

Vill sjá fæðuöryggi rætt á matvælaþingi

Í hugtakinu fæðuöryggi felast mörg og ólík viðfangsefni. Þau voru rædd á málþing...