Sumarlokun Bændasamtakanna
Skrifstofur Bændasamtakanna eru lokaðar frá 18. júlí til 9. ágúst vegna sumarleyfa starfsfólks. Bændur sem vantar aðstoð við skýrsluhaldsforritin Huppa, Fjárvís, WorldFengur, Heiðrún, Jörð og dkBúbót er bent á að hafa samband við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (s. 516-5000). Fyrirspurnum um opinberar greiðslur skal beina til matvælaráðuneytisins (s. 545-9700).
Bændablaðið kom út þann 21. júlí og var ritstjórn blaðsins að störfum til og með 20. júlí en þá skelltu þau sér einnig í vel verðskuldað sumarfrí til 12. ágúst. Bændablaðið mun því ekki koma út þann 11. ágúst en útgáfa blaðsins þann 25. ágúst verður stærri að umfangi. Fram að 20. júlí verður hægt að ná í ritstjórn Bændablaðsins í gegnum bein númer starfsmanna, sem nálgast má á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is og á bondi.is.
Njótið sumarsins!