Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tæplega tuttugu þúsund færri dilkum slátrað
Fréttir 17. nóvember 2022

Tæplega tuttugu þúsund færri dilkum slátrað

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Tæplega 20 þúsund færri dilkum var slátrað í síðustu sláturtíð, miðað við árið á undan. Alls gera það um 710 færri tonn inn á markaðinn. Áfram dregur því úr framleiðslu kindakjöts jafnt og þétt, sem hefur nú verið samfelld frá 2017.

Samkvæmt tölum frá Mat­vælastofnun komu 445.511 dilkar til slátrunar á síðasta hausti. Til samanburðar var dilkafjöldinn á síðasta ári 465.324, en 560.465 árið 2017.

Slátrun á fullorðnum ám núna í haust var hins vegar mjög sambærileg við síðasta ár.

Meðalvigtin var í meðallagi

Meðalvigt sláturlamba úr síðustu sláturtíð var nálægt meðalvigt síðustu tíu ára, eða 16,60 kíló, sem er talsvert minna en á metárinu í fyrra þegar meðalvigtin var 17,40 kíló.

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að það sé ekkert sem komi á óvart við þessa fækkun, hún hafi verið viðbúin lengi. Fé hafi fækkað stöðugt síðustu fimm árin eða svo.

Annað eins næsta haust

„Miðað við slátrun á fullorðnu í liðinni sláturtíð þá er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir annarri eins fækkun sláturgripa haustið 2023.

Það er alveg ljóst að það þarf að fara að bregðast við þessari stöðugu fækkun fjár svo það endi ekki með því að það verði ekki nægilegt framboð af lambakjöti fyrir íslenskan markað. Markaðssetning á vörunni þarf líka að vera í forgrunni hjá öllum aðilum virðiskeðjunnar. Það er nefnilega alveg ljóst að ef ekki tekst að leiðrétta verð til bænda enn frekar en orðið er, þá verður fækkunin áfram mikil. Eina leiðin til að stöðva þessa þróun, sem er búin að vera viðvarandi síðustu ár, er að tryggja bændum afkomu.

Við verðum að vona að það takist að lyfta verði á þann stað að hægt verði að greiða bændum raunverð fyrir framleiðsluna,“ segir Trausti.

Annað eins næsta haust

„Miðað við slátrun á fullorðnu í liðinni sláturtíð þá er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir annarri eins fækkun sláturgripa haustið 2023.

Það er alveg ljóst að það þarf að fara að bregðast við þessari stöðugu fækkun fjár svo það endi ekki með því að það verði ekki nægilegt framboð af lambakjöti fyrir íslenskan markað. Markaðssetning á vörunni þarf líka að vera í forgrunni hjá öllum aðilum virðiskeðjunnar. Það er nefnilega alveg ljóst að ef ekki tekst að leiðrétta verð til bænda enn frekar en orðið er, þá verður fækkunin áfram mikil. Eina leiðin til að stöðva þessa þróun, sem er búin að vera viðvarandi síðustu ár, er að tryggja bændum afkomu.

Við verðum að vona að það takist að lyfta verði á þann stað að hægt verði að greiða bændum raunverð fyrir framleiðsluna,“ segir Trausti.

Skylt efni: sauðfjárslátrun

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...