Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tæplega tuttugu þúsund færri dilkum slátrað
Fréttir 17. nóvember 2022

Tæplega tuttugu þúsund færri dilkum slátrað

Höfundur: Sigurður Már Harðarsson

Tæplega 20 þúsund færri dilkum var slátrað í síðustu sláturtíð, miðað við árið á undan. Alls gera það um 710 færri tonn inn á markaðinn. Áfram dregur því úr framleiðslu kindakjöts jafnt og þétt, sem hefur nú verið samfelld frá 2017.

Samkvæmt tölum frá Mat­vælastofnun komu 445.511 dilkar til slátrunar á síðasta hausti. Til samanburðar var dilkafjöldinn á síðasta ári 465.324, en 560.465 árið 2017.

Slátrun á fullorðnum ám núna í haust var hins vegar mjög sambærileg við síðasta ár.

Meðalvigtin var í meðallagi

Meðalvigt sláturlamba úr síðustu sláturtíð var nálægt meðalvigt síðustu tíu ára, eða 16,60 kíló, sem er talsvert minna en á metárinu í fyrra þegar meðalvigtin var 17,40 kíló.

Trausti Hjálmarsson, formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda hjá Bændasamtökum Íslands, segir að það sé ekkert sem komi á óvart við þessa fækkun, hún hafi verið viðbúin lengi. Fé hafi fækkað stöðugt síðustu fimm árin eða svo.

Annað eins næsta haust

„Miðað við slátrun á fullorðnu í liðinni sláturtíð þá er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir annarri eins fækkun sláturgripa haustið 2023.

Það er alveg ljóst að það þarf að fara að bregðast við þessari stöðugu fækkun fjár svo það endi ekki með því að það verði ekki nægilegt framboð af lambakjöti fyrir íslenskan markað. Markaðssetning á vörunni þarf líka að vera í forgrunni hjá öllum aðilum virðiskeðjunnar. Það er nefnilega alveg ljóst að ef ekki tekst að leiðrétta verð til bænda enn frekar en orðið er, þá verður fækkunin áfram mikil. Eina leiðin til að stöðva þessa þróun, sem er búin að vera viðvarandi síðustu ár, er að tryggja bændum afkomu.

Við verðum að vona að það takist að lyfta verði á þann stað að hægt verði að greiða bændum raunverð fyrir framleiðsluna,“ segir Trausti.

Annað eins næsta haust

„Miðað við slátrun á fullorðnu í liðinni sláturtíð þá er ekki óvarlegt að gera ráð fyrir annarri eins fækkun sláturgripa haustið 2023.

Það er alveg ljóst að það þarf að fara að bregðast við þessari stöðugu fækkun fjár svo það endi ekki með því að það verði ekki nægilegt framboð af lambakjöti fyrir íslenskan markað. Markaðssetning á vörunni þarf líka að vera í forgrunni hjá öllum aðilum virðiskeðjunnar. Það er nefnilega alveg ljóst að ef ekki tekst að leiðrétta verð til bænda enn frekar en orðið er, þá verður fækkunin áfram mikil. Eina leiðin til að stöðva þessa þróun, sem er búin að vera viðvarandi síðustu ár, er að tryggja bændum afkomu.

Við verðum að vona að það takist að lyfta verði á þann stað að hægt verði að greiða bændum raunverð fyrir framleiðsluna,“ segir Trausti.

Skylt efni: sauðfjárslátrun

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum
Fréttir 20. desember 2024

Illa gekk að selja gærur á erlendum mörkuðum

Sala Sláturfélags Suðurlands (SS) á gærum sem féllu til í haust hefur gengið ill...

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta
Fréttir 20. desember 2024

Heildverslanir og fyrirtæki í landbúnaði handhafar tollkvóta

Innnes, Aðföng, Mata, LL42 og Háihólmi eru helstu handhafar tollkvóta á landbúna...

Vænlegt lífgas- og áburðarver
Fréttir 20. desember 2024

Vænlegt lífgas- og áburðarver

Í uppfærðri viðskiptaáætlun Orkídeu fyrir lífgas- og áburðarver í uppsveitum Árn...

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts
Fréttir 19. desember 2024

Fólki stafar ekki hætta af neyslu fuglakjöts

Engin ný tilfelli af fuglainflúensu hafa greinst í alifuglum frá því að sýking m...

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum
Fréttir 19. desember 2024

Breytileikinn T137 fannst á Grímsstöðum

Á Grímsstöðum 4 í Mývatnssveit hafa nýlega fundist tveir gripir með arfgerðarbre...

Bjart er yfir Miðfirði
Fréttir 19. desember 2024

Bjart er yfir Miðfirði

Bændurnir á bæjunum Bergsstöðum og Urriðaá í Miðfirði fengu heimild til að kaupa...

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum
Fréttir 18. desember 2024

Reykhólahreppur tekur þátt í Brothættum byggðum

Nýverið var samningur um byggðaþróunarverkefni Brothættra byggða undirritaður mi...

Mánaðarleg upplýsingagjöf
Fréttir 18. desember 2024

Mánaðarleg upplýsingagjöf

Hagstofa Íslands hyggst frá næstu áramótum birta mánaðarlega upplýsingar um fjöl...